Sjá tormerki á nýrri þjónustu

Eitt sinn skal hver deyja.
Eitt sinn skal hver deyja. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) sér tormerki á því að Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. (ÚK) geti boðið viðskiptavinum sínum upp á lögfræðiþjónustu líkt og ÚK hefur í hyggju.

LMFÍ hefur skrifað útfararstofunni og kynnt henni sjónarmið félagsins, að sögn Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns LMFÍ. Tilefni bréfsins er áform ÚK um að bjóða upp á lögfræðiþjónustu við gerð erfðaskráa og kaupmála ásamt því að veita þjónustu á sviði dánarbússkipta.

ÚK hefur auglýst eftir lögfræðingi í hálft starf til að sinna þessum störfum og kemur þar fram að æskilegt sé að umsækjendur hafi lögmannsréttindi. Þá hefur framkvæmdastjóri ÚK, sem einnig er héraðsdómslögmaður, óskað eftir undanþágu frá skyldum laga um lögmenn vegna starfa fyrir fyrirtækið, að sögn LMFÍ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert