Varað við snjóflóðahættu

Smá saman dregur úr vindi seinnipartinn og í kvöld.
Smá saman dregur úr vindi seinnipartinn og í kvöld. mbl.is/Kristinn

Veðurstofan varar við snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum. Mikil hætta er talin á snjóflóðum á Tröllaskaga en töluverð hætta á hinum tveimur svæðunum.

Búast má við að snjóflóðahætta aukist á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga með nýsnævi og sterkum vindi.

Víða er snjór mjög lagskiptur og óstöðugur og skafrenningur til fjalla. Varúðar skal gætt þar sem laus snjór hefur safnast hlé megin fjalla.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Norðaustan og norðan 15-23 m/s með snjókomu eða skafrenningi, en þurrt SV-lands. Dregur smám saman úr vindi seinnipartinn og í kvöld, norðan 8-15 á morgun og dálítil él, en léttskýjað S- og V-lands. Frost 0 til 5 stig, en kólnandi á morgun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert