Fer að gera auknar kröfur

Bryndís Björgvinsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 fyrir Hafnfirðingarbrandarann í flokki …
Bryndís Björgvinsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 fyrir Hafnfirðingarbrandarann í flokki barna- og ungmennabóka. mbl.is/Eggert

„Ég bjóst nú ekki við því að fá þessi verðlaun í lífinu og hvað þá fyrir sextugt,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, höfundur Hafnfirðingabrandarans, en hún hlaut í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka. Hún segir það nýtt fyrir sér að fá margar viðurkenningar.

Hafnfirðingabrandarinn hefur verið sigursæl á síðustu vikum, en um miðjan desember hlaut hún Bókmenntaverðlaun bókaverslana og fyrr í þessum mánuði hlaut hún Fjöruverðlaunin. „Þegar kemur að verðlaunum hef ég ekki verið sigursæl – að minnsta kosti ekki í íþróttum og svo syng ég illa. Það er því nýtt fyrir mér að fá svona margar viðurkenningar á skömmum tíma,“ segir Bryndís og tekur fram að verðlaunin hvetji hana til áframhaldandi skrifa. „En verðlaunin gera það líka að verkum að maður fer að gera auknar kröfur til sjálfs sín um að gera í framhaldinu að minnsta kosti jafnvel og helst bæta sig – hvort sem maður getur það eða ekki,“ segir Bryndís.

Frétt mbl.is: Ófeigur, Snorri og Bryndís verðlaunuð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert