Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag

Frá afhendingu bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári. Þá hlaut Sjón verðlaunin …
Frá afhendingu bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári. Þá hlaut Sjón verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til, Guðbjörg Kristjánsdóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir Íslensku teiknibókina og Andri Snær Magnason hlaut verðlaunin í nýstofnuðum flokki barna- og unglingabóka fyrir Tímakistuna. mbl.is/Golli

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent á Bessastöðum í dag, en það er forseti Íslands sem afhendir verðlaunin. 


Tilnefndar bækur í flokki fagurbókmennta:

  • Guðbergur Bergsson: Þrír sneru aftur. Útgefandi: JPV útgáfa.
  • Gyrðir Elíasson: Koparakur. Útgefandi: Dimma.
  • Kristín Eiríksdóttir: Kok. Útgefandi: JPV útgáfa.
  • Ófeigur Sigurðsson: Öræfi. Útgefandi: Mál og menning.
  • Þórdís Gísladóttir: Velúr. Útgefandi: Bjartur.

Tilnefndar bækur í flokki fræðirita og rita almenns efnis:

  • Björg Guðrún Gísladóttir: Hljóðin í nóttinni. Útgefandi: Veröld.
  • Eggert Þór Bernharðsson: Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í Reykjavík 1930-1970. Útgefandi: JPV útgáfa.
  • Pétur H. Ármannsson: Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Snorri Baldursson: Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar. Útgefandi: Forlagið og Bókaútgáfan Opna.
  • Sveinn Yngvi Egilsson: Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda. Útgefandi: Háskólaútgáfan.

Tilnefndar bækur í flokki barna- og ungmennabóka:

  • Ármann Jakobsson: Síðasti galdrameistarinn. Útgefandi: JPV útgáfa.
  • Bryndís Björgvinsdóttir: Hafnfirðingabrandarinn. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Eva Þengilsdóttir: Nála – riddarasaga. Útgefandi: Salka.
  • Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn: Fuglaþrugl og naflakrafl. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Þórarinn Leifsson: Maðurinn sem hataði börn. Útgefandi: Mál og menning.

Athöfnin hefst klukkan 16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert