Mikil virkni í Bárðarbungu

Enn er mikil virkni í Bárðarbungu.
Enn er mikil virkni í Bárðarbungu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fremur mikil og hviðukennd jarðskjálftavirkni varð við öskju Bárðarbungu í gærkvöld milli kl. 20:50 til 22:30.

Stærstu tveir skjálftarnir í þessari hviðu urðu kl. 21:22:19 að stærð 4,4 og sá síðari kl. 21:45:29 að stærð 4,6.

Él og slæmt skyggni hefur hamlað sýn á gosstöðvum en af og til sást þó til gossins á vefmyndavélum, bjarminn sást af og til milli þrjú og sex í nótt, segir í frétt frá Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert