Skall á ljósastaur sem lagðist á hliðina

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið, sem ekið var Grindavíkurveg til norðurs, valt í vegöxlinni eftir að ökumaður hafði misst stjórn á henni.

Annar ökumaður missti einnig stjórn á sinni bifreið þegar hann ók aðrein að Grindavíkurafleggjara. Bifreiðin hafnaði á ljósastaur og var höggið svo mikið að staurinn lagðist flatur og líknarbelgir í bílnum sprungu út. Mikið tjón varð á framenda hennar. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.

Þriðji ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni í krapa með þeim afleiðingum að hún snérist á veginum og hafnaði utan hans. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert