„Ástarlásinn“ verður fjarlægður

Ást Michaelu og Will verður vonandi langlífari en lásinn í …
Ást Michaelu og Will verður vonandi langlífari en lásinn í Hallgrímskirkjuturni. Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson

Ást þeirra Michaelu og Will verður vonandi langlífari en „ástarlásinn“ sem þau hengdu nýlega upp í Hallgrímskirkjuturni. Ákveðið hefur verið að taka lásinn niður til að koma í veg fyrir að fleiri fylgi í kjölfarið og tjái ást sína með þessum hætti í turni kirkjunnar.

mbl.is ræddi við starfsmann Hallgrímskirkju í morgun, sem frétti fyrst af lásnum á vef mbl.is. Hann sagði ljóst að hengilásinn yrði tekinn niður til að koma í veg fyrir að fleiri tækju upp á hengingum sem þessum, en gat ekkert fullyrt um hvenær lásinn fengi að fjúka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert