Ekið á strætóskýli við Kringlumýrarbraut

mbl.is/júlíus

Laust fyrir miðnætti í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp, þar sem ekið var á strætóskýli við Kringlumýrarbraut. Í skýlinu beið farþegi og var hann fluttur á slysadeilt til skoðunar. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu að lokinni blóðtöku.

Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.

Um tvöleytið barst lögreglu svo tilkynning um líkamsárás í miðbænum, þar sem maður var sleginn nokkrum sinnum og sparkað í hann. Hann var fluttur á slysadeild, en árásarmennirnir hafa ekki fundist.

Klukkan hálfþrjú var svo keyrt á ljósastaur á gatnamótum Geirsgötu og Ægisgötu. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslum lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert