Innflytjendur halda uppi íbúafjölguninni

21. öldin hefur verið tímabil sviptinga í íbúaþróun landsins. Innflytjendum …
21. öldin hefur verið tímabil sviptinga í íbúaþróun landsins. Innflytjendum fjölgar ár frá ári. Án þeirra væri hagvöxtur minni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það sem af er öldinni er aðflutningur erlendra ríkisborgara að baki nærri helmingi íbúafjölgunar á Íslandi.

Hefur landsmönnum fjölgað um 50 þúsund á öldinni og eru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta 22.690 á tímabilinu, að því er fram kemur í umfjöllun um íbúaþróunina á öldinni í Morgunblaðinu í dag.

Landsmönnum fjölgar að meðaltali um 3.333 íbúa á ári á þessari öld. Á tímabilinu hafa að meðaltali rúmlega 700 fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu á ári en til þess. Þessu er öfugt farið hjá erlendum ríkisborgurum. Þar eru aðfluttir umfram brottflutta ríflega 1.500 á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert