Litrík Japanshátíð í Háskóla Íslands

Það var mikið um dýrðir á hinni árlegu og sívinsælu Japanshátíð sem fram fór á Háskólatorgi í dag. 

Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin og sem fyrr stóð námsbraut í japönsku máli og menningu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands að hátíðinni ásamt sendiráði Japans á Íslandi. 

Gestum á Japanshátíð bauðst að vanda að smakka japanskan mat, fá nafn sitt ritað á japönsku, kynnast japanskri tungu á sérstökum tungumálabás ásamt því að skoða glæsilega Ikebana-blómaskreytingu. Enn fremur gátu gestir kynnt sér japanska list og listmuni ásamt leikjum og spreytt sig á bæði origami og manga-teikningu. 

Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari mbl.is, var á staðnum og festi fjörið á filmu eins og sjá má með því að fletta myndunum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert