Víða hægt að skíða um helgina

Allmörg skíðasvæði eru opin í dag.

Skíðasvæðið í Stafdal verður opið frá kl. 11 til 16. Samkvæmt upplýsingum frá skíðasvæðinu lítur dagurinn þar vel út, er hæglætis veður á svæðinu og fínt færi.

Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið á milli klukkan 10:00 og 16:00 um helgina. Veðurspá þar er sögð hagstæð. Í morgun var hiti þar rétt rúmlega 8 eru -7°C og 5 m/sek.

Skíðaskólinn fyrir börnin bæði á laugardag og sunnudag í Hlíðarfjalli.

Þá er skíðasvæðið á Siglufirði opið í dag og á morgun frá kl 11-16.

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal opið milli kl 10-16, á Seljalandsdal er opið frá klukkan 11. Þar verða troðnar eins margar göngubrautir og tími leyfir. Veðrið á Ísafirði er gott, 3 m/s og -5°.

Þá verður opið í báðum lyftum alla helgina frá 11:00-16:00 í Dalvík.

<span><span>Einnig er opið milli klukkan 11:00 til 15:00 í Oddsskarði.</span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert