Lenti í sjálfheldu á Úlfarsfelli

Gengið á Úlfarsfell.
Gengið á Úlfarsfell. mbl.is/Lára Halla

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sóttu fyrir skömmu konu sem var í sjálfheldu á Úlfarsfelli. Konan, sem var í för með annarri, gekk upp bílslóðann á fellið og þegar hún var komin nálægt toppnum féll hún og rann niður hengju með þeim afleiðingum að hún komst hvorki lönd né strönd.

Mikil þoka var á staðnum og áttuðu konurnar sig ekki á því hvar þær væru nákvæmlega staddar.

Tæpri klukkustund eftir að sveitirnar voru kallaðar út var búið að finna konurnar og koma þeim niður af fellinu. Voru þær báðar heilar á húfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert