„Við höfum verið íhaldssöm“

Fátt hefur breyst á Mokka-Kaffi frá því staðurinn var opnaður vorið 1958. Sömu innréttingar hafa verið frá upphafi og verkferlar hafa haldið sér í tímans rás. Guðný Guðjónsdótir hefur rekið Mokka frá upphafi og var á dögunum veitt þakkarverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu, hún segir íhaldssemina gera staðinn að því sem hann er.

Í umsögn vegna viðurkenningarinnar segir: 

„Nafn hennar og fyrirtæki er samofið íslenskri menningu;  á sér öruggan stað í hjarta listamanna landsins sem og listunnenda – sælkera, stúdenta og hvers kyns spekúlanta. Það er nánast óhætt að fullyrða að mikill meirihluti borgarbúa beri sterkar taugar til fyrirtækisins ... og sé henni og fjölskyldu hennar óendanlega þakklátur fyrir framlag þeirra til menningarlífsins í víðustu merkingu þess orðs.“

Af þessu tilefni settumst við á mbl.is niður með Guðnýju með sterkan espressobolla og ræddum við hana um reksturinn á Mokka-Kaffi sem hún stofnaði ásamt manni sínum Guðmundi Baldvinssyni. Hann hafði lært tökin á alvörukaffivélum þegar hann nam söng á Ítalíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert