Kvótavæðing náttúruperla Íslands?

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er enginn ágreiningur um að bregðast þurfi við auknum ferðamannastraumi en engin ástæða er til að tala um neyðarástand. Þetta sagði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, við umræðu um náttúrupassann á Alþingi á sjötta tímanum í dag.

Þingmenn takast nú á um frumvarpið en nú fer fram framhald fyrstu umræðu. Margir þingmenn eru á mælendaskrá og má gera ráð fyrir að umræðan standi yfir frameftir kvöldi. 

Sagði hann áhyggjuefni að álagið væri mjög mikið á einstökum stöðum en lítið á öðrum stöðum. Forvitnilegt væri að umræða stæði yfir um gjaldtöku á atvinnugrein sem hefði vaxið gríðarlega og væri orðin einn af burðarstólpum í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar.

Velti Guðbjartur fyrir sér hvort verið sé að skapa fordæmi, þ.e. að taka megi gjald af fyrir hvern fermetra á landinu. „Ætlum við að sætta okkur við að þessi svæði verði lokuð af,“ spurði hann. „Getur verið að við séum að stíga sama skrefið og þegar við fénýttum kvótann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert