Fyrstu umræðu lokið

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftir nokkur mótmæli þingmanna vegna umræðu um til hvaða nefndar frumvarp um náttúrupassa skyldi fara, lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, til að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar eins og til stóð.

Lagði hún jafnframt til að umhverfis- og samgöngunefnd og efnahags- og viðskiptanefnd skiluðu inn umsögnum um frumvarpið.

Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir og Róbert Marshall lögðu til að málið færi til umhverfis- og samgöngunefndar. Þá lagði Katrín til að forsætisnefnd fjallaði um það hvernig málum væri údeilt til þingnefnda, í ljósi vandræðagangsins á þingi. Undir þetta tók nafna hennar Júlíusdóttir.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gerði því skóna að Ragnheiður Elín hefði ekki haft efasemdir um til hvaða nefndir málið skyldi fara fyrr en samflokksmaður hennar, Jón Gunnarson, hefði lýst yfir andstöðu sinni gegn frumvarpinu. Jón er formaður atvinnuveganefndar.

Þingmenn voru almennt sammála um mikilvægi þess að leiða það mál til lykta hvernig haga mætti gjaldtöku til verndunar náttúru landsins.

Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið en atkvæðagreiðslu var frestað rétt í þessu.

Deila um hvert málið á að fara

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert