„Málið hjá utanríkisráðherra“

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mbl.is

„Ég taldi að ákvörðun yrði tekin af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir mánaðamótin um það hvenær þetta yrði gert. Mér sýnist að það hafi eitthvað frestast hjá ríkisstjórninni að taka endanlega af skarið um tímasetningu í þessu máli.“

Þetta segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, spurður um fyrirhugaða þingsályktunartillögu um afturköllun aðildarumsóknar að ESB.

Haft var eftir Birgi í Morgunblaðinu 5. janúar sl. að það myndi skýrast í janúarmánuði hvenær þingsályktunartillaga þessa efnis kæmi fram. Í blaðinu í dag kemur fram, að ekki hafi náðst í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra vegna málsins fyrir helgi, né heldur náðist í ráðherrann í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert