Þótti mikið til gossins koma

Veðurfræðingurinn var afar hrifinn af því að sjá gosið í …
Veðurfræðingurinn var afar hrifinn af því að sjá gosið í Holuhrauni úr lofti. Stilla/Twitter-aðgangur Ginger Zee

Bandaríska veðurfræðingnum Ginger Zee, sem starfar fyrir ABC sjónvarpsstöðina, var mikið niðri fyrir þegar sjónvarpsstöðin sýndi beint frá Holuhrauni í dag. Zee, sem kom til landsins til að segja áhorfendum morgunþáttarins Good Morning America frá eldgosinu, þótti mikið til þess koma þegar tæknimenn flugu dróna yfir eldsumbrotin, en með henni í för var jarðfræðingurinn Björn Oddsson.

Sjón er sögu ríkari.


World News Videos | ABC World News

Fljúga drónum yfir eldgosið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert