Stúlkan sem sat ein í bílnum

Ólöf svarar nafninu Lóa.
Ólöf svarar nafninu Lóa.

Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka og íbúi í Reykjavík, var sótt í skólann um hádegibil í dag, miðvikudag, af bílstjóra á vegum ferðaþjónustu fatlaðra. Því næst var henni ekið að Hinu húsinu í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún átti að dvelja næstu klukkustundir.

Hins vegar skilaði hún sér ekki inn í húsnæðið heldur sat hún í bifreiðinni þegar henni var ekið af stað aftur. Um sjö klukkustundum síðar fannst hún í læstri bifreiðinni, enn spennt í belti. Hér á eftir fara þær upplýsingar sem liggja fyrir um málið núna:

Þroskaskert og getur lítið tjá sig

Það var klukkan sjö í kvöld, miðvikudagskvöld, sem tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjölmiðlum. Þar kom fram að leitað væri að Ólöfu Þorbjörgu sem er þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Síðast hafði sést til hennar í Pósthússstræti 3 – 5 við Hitt húsið um kl. 13.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út og beindist leitin fyrst og fremst að miðbæ Reykjavíkur. Í tilkynningu sem barst frá Landsbjörgu kl. 19.14 kom fram að Ólöfu hefði verið ekið frá skóla að Hinu húsinu en kl. 16 í dag hefði uppgötvast að hún var ekki þar sem hún átti að vera.

Þegar klukkan var sex mínútur gengin í níu kvöld barst tilkynning frá lögreglu um að Ólöf Þorbjörg væri fundin heil á húfi og leit hefði verið afturkölluð.

Taldi sig hafa séð á eftir stúlkunni

mbl.is ræddi við Valgarð Valgarðsson aðalvarðstjóra í kjölfar ábendingar um að stúlkan hefði fundist í læstri bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra. Sagði hann að talið væri að Ólöf hefði verið í bílnum frá kl. 13 í dag, eða í um sjö klukkustundir.

Valgarður sagði einnig að bílstjórinn teldi sig hafa séð á eftir stúlkunni fara út úr bílnum. Valgarður kvaðst ekki vita hvenær bílnum var lagt eða hvort fleirum hefði verið ekið með bílnum eftir að Ólöf átti að fara með honum en ekki væri um stóran bíl að ræða. Þá sagðist Valgarður ekki hafa upplýsingar um hvort Ólöf hafi setið eða legið í sætinu er hún fannst.

Að sögn Valgarðs var ákveðið að leita í bílnum eftir að leit að Ólöfu hófst og farið var að skoða alla möguleika.

Gagnrýnir starfsfólk Hins hússins

mbl.is ræddi einnig við Sigtrygg Magnússon, framkvæmdastjóra All Iceland Tours, sem ekur fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. Að sögn hans var það bílstjóri á vegum fyrirtækisins sem ók Ólöfu Þorbjörgu frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla að Hinu húsinu í dag. Venjulega ekur hann sjálfur en annar bílstjóri ók fyrir hann í dag vegna anna. Þess má  geta að samkvæmt heimildum mbl.is vantaði tólf bílstjóra í akstursþjónustuna í dag.

Sigtryggur segir bílstjórann hafa sótt átta ungmenni í FÁ á bifreið sem rúmar 16 farþega. Fara þurfti með hópinn í tveimur ferðum inn í Hitt húsið þar sem lyftan tekur aðeins fjóra í einu. Ólöf átti að fara með seinni hópnum og hafi því sannarlega farið út úr bílnum en hlaupið inn í hann aftur og líklega falið sig á bak við öftustu sætin í bifreiðinni, að hans sögn.

Eftir að bílstjórinn fór frá Hinu húsinu ók hann með fjölda fólks en varð ekki var við Ólöfu. Að lokum lagði hann bílnum fyrir utan heimili sitt og fannst Ólöfu ekki fyrr en honum barst símtal um leitina og hann athugaði bílinn.

Sigtryggur gagnrýnir starfsfólk Hins hússins fyrir að hafa ekki aðstoðað bílstjórann en sjálfur hafi hann margoft hringt og beðið um aðstoð. Þá hafi hann verið búinn að láta vita að Ólöf ætti það til að hlaupa í burtu.

mbl.is hefur ítrekað reynt að ná sambandi við forstöðumann Hins hússins til að leita viðbragða við málinu en án árangurs. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar kvaðst ekki geta veitt upplýsingar um málið.

Ekki hefur því komið fram af hverju starfsfólk Hins hússins tók ekki eftir því að Ólöf Þorbjörg skilaði sér ekki í húsið í dag. 

Segir dóttur sína ekki kunna að losa belti

mbl.is ræddi við Pétur Gunnarsson, föður Ólafar í kvöld og sagði hann lýsingar Sigtryggs á atburðarás dagsins ekki standast skoðun. Meðal annars gæti ekki staðist að Ólöf hefði farið út úr bílnum og hlaupið upp í hann aftur, líkt og Sigtryggur sagði. Ólöf kann ekki og hefur aldrei losað sig úr öryggisbelti. Þá getur hún heldur ekki spennt öryggisbelti sjálf. 

Að sögn Péturs hófst leit að Ólöfu um kl. 17, þegar hún skilaði sér ekki heim, en hún átti að dvelja í Hinu hús­inu frá 13-16. Pét­ur seg­ir ferðaþjón­ust­una mis­lengi að skila krökk­un­um af sér, það velti á um­ferðarþunga, en kl. 17 hafi fjöl­skylda henn­ar farið að undr­ast um hana.

Um það leyti var haft sam­tal við bíl­stjór­ann, að sögn Pét­urs, en hann full­yrti að Ólöf hefði farið út við Hitt húsið. Pét­ur seg­ir að þrátt fyr­ir að leit stæði yfir, hefði bíl­stjór­inn ekki farið út í bíl að kanna málið, fyrr en lög­regla mætti heim til hans skömmu fyr­ir klukk­an 20. Þá hafi Ólöf verið búin að sitja í bif­reiðinni fyr­ir utan heim­ili hans í myrkri og kulda í nærri þrjá tíma.

Pét­ur seg­ir enn frem­ur að það stand­ist ekki sem Sigrygg­ur seg­ir, að dótt­ir hans hafi átt það til að hlaupa burt. All­ir sem þekki Lóu, eins og hún er kölluð, viti að hún hlaupi aldrei burt. „Aldrei,“ ít­rek­ar hann.

Báðu stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar

Strætó bs. sendi frá sér tilkynningu rétt eftir klukkan tíu í kvöld og var Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu fyrirtækisins skráður fyrir tilkynningunni. Þar sagði meðal annars að hörmulegt atvik hefði átt sér stað, starfsfólk Strætó harmi það meira en orð geti lýst og var stúlkan og fjölskylda hennar beðin afsökunar. Málið er til rannsóknar.

mbl.is hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Smára í kvöld en án árangurs. 

Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, óskaði í kvöld, miðvikudagskvöld, eftir aukafundi í velferðarnefnd Alþingis vegna þeirra alvarlegra mála sem komið hafa upp í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra.

Á Facebook-síðu Halldórs Halldórssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kemur fram að málið verði rætt í borgarráði á morgun að beiðni fulltrúa flokksins. 

Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir á Facebook að hún hafi óskað eftir því að borgarstjórinn í Reykjavík komi á hennar fund vegna málsins.

Ferðaþjónusta fatlaðra var endurskipulögð um áramótin.
Ferðaþjónusta fatlaðra var endurskipulögð um áramótin. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Hitt húsið er staðsett í Pósthússtræti 3-5.
Hitt húsið er staðsett í Pósthússtræti 3-5.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21:30 „Þetta er hraðasti tími sem Íslendingur hefur hlaupið á á Íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson, sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »

Anna Elísabet lýðheilsusérfræðingur Kópavogs

16:55 Anna Elísabet Ólafsdóttir, doktor í lýðheilsufræðum, hefur verið ráðin sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ, en um er að ræða nýja stöðu hjá bænum. Anna Elísabet hefur undanfarin fjögur ár starfað sem aðstoðarrektor og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Stöðva dreifingu mjólkur frá Viðvík

17:01 Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bænum Viðvík í Skagafirði. Í tilkynningu frá MAST segir að ástæða dreifingarbannsins, sem er tímabundið, sé sú að eftirlitsmanni Matvælastofnunar hafi verið meinaður aðgangur að eftirlitsstað. Meira »

Ungir Íslendingar fá viðurkenningu

16:14 Um hundrað tilnefningar bárust dómnefnd Framúrskarandi ungra Íslendinga verðlaunanna sem árlega eru veitt af JCI samtökunum á Íslandi. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatningarverðlaun fyrir ungt fólk sem er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á einn eða annan hátt. Meira »
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...