100% hækkun á aukastundum í bílahúsum

Heiðar Kristjánsson

Bílastæðanefnd samþykkti á fundi sínum á föstudag að hækka gjaldskrá í bílahúsum bílastæðasjóðs og stækka gjaldsvæði 1. Tillögurnar eiga enn eftir að fara fyrir Borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun um breytingarnar en ekki er ólíklegt að af þeim verði innan fárra mánaða.

Í skammtímastæðum í Kolaporti, á Vesturgötu, í Ráðhúsi og í Traðarkoti mun fyrsta klukkustundin kosta 150 krónur og fyrir hverja klukkustund að henni liðinni bætast við 100 krónur. Verðið nú er 80 krónur fyrir þá fyrstu og 50 krónur fyrir hverja klukkustund sem fylgir. Því er um 100% hækkun að ræða fyrir aukaklukkustundirnar og 87,5% hækkun fyrir þá fyrstu.

Mánaðargjald hækkar 

Mánaðargjald fyrir langtímastæði í öllum bílahúsum Bílastæðasjóðs hækkar einnig.

Mest verður hækkunin í Ráðhúskjallaranum og Vesturgötu en þar hækkar verðið um 1.300 krónur. Verð á neðri hæð Bergstaða hækkaði um 1.100 krónur en verðið á efri hæðinni hækkaði um 700 krónur. Þá var 800 króna hækkun í Kolaportinu og Traðarkoti en einnig var 700 króna hækkun í Stjörnuporti. Gjaldskrá í langtímastæði verður því framvegis sem hér segir.

Bergstaðir efri hæð kr. 6.300
Bergstaðir neðri hæð kr. 9.900
Kolaport kr. 7.200
Ráðhús kr. 11.900
Stjörnuport kr. 6.300
Traðarkot kr. 7.200
Vesturgata kr. 11.200
Vitatorg kr. 4.500

Í rökstuðningi Kolbrúnar Jónatansdóttur á gjaldskrárbreytingartillögunni sem lögð var fyrir bílastæðanefnd segir að bílahúsin hafi lengi verið rekin með tapi.

„Gjaldskrá bílahúsanna vegna skammtímastæða hefur verið óbreytt í rúm 13 ár og tap hefur verið á rekstri bílahúsa sjóðsins árum sama. Tapið hefur dregist lítillega saman með hagræðingu og betri nýtingu á skammtímastæðum,“ segir í rökstuðningnum.

Gjaldsvæði 1 breiðir úr sér

Gjaldsvæði 1 mun stækka umtalsvert og verður framvegis afmarkað af Hverfisgötu, Rauðarárstíg, Grettisgötu, Klapparstíg og Skólavörðustíg. Amtmannsstíg, Lækjargötu, Vonarstræti, Tjarnargötu, Kirkjustræti, Aðalstræti, Vesturgötu, Grófin, Tryggvagötu og Geirsgötu. Þá verður Túngata gjaldsvæði 1 frá Aðalstræti upp að Garðastræti.

„Eftir því sem almenn gjaldskylda breiðist út er meiri eftirspurn eftir bílastæðum sem eru næst gjaldsvæði 1. Markmiðið með breytingunni er að beina langtímanotendum bílastæða við götukanta á ódýrari svæði við jaðar miðborgarinnar. Breyting þessi hefur ekki áhrif á handhafa íbúakorta,“ segir í rökstuðningi framkvæmdastjóra.

Rauði og brúni liturinn sýnir hvernig gjaldsvæði 1 liggur nú ...
Rauði og brúni liturinn sýnir hvernig gjaldsvæði 1 liggur nú en sá bleiki sýnir hvernig það mun líta út eftir breytinguna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

Í gær, 19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...