100% hækkun á aukastundum í bílahúsum

Heiðar Kristjánsson

Bílastæðanefnd samþykkti á fundi sínum á föstudag að hækka gjaldskrá í bílahúsum bílastæðasjóðs og stækka gjaldsvæði 1. Tillögurnar eiga enn eftir að fara fyrir Borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun um breytingarnar en ekki er ólíklegt að af þeim verði innan fárra mánaða.

Í skammtímastæðum í Kolaporti, á Vesturgötu, í Ráðhúsi og í Traðarkoti mun fyrsta klukkustundin kosta 150 krónur og fyrir hverja klukkustund að henni liðinni bætast við 100 krónur. Verðið nú er 80 krónur fyrir þá fyrstu og 50 krónur fyrir hverja klukkustund sem fylgir. Því er um 100% hækkun að ræða fyrir aukaklukkustundirnar og 87,5% hækkun fyrir þá fyrstu.

Mánaðargjald hækkar 

Mánaðargjald fyrir langtímastæði í öllum bílahúsum Bílastæðasjóðs hækkar einnig.

Mest verður hækkunin í Ráðhúskjallaranum og Vesturgötu en þar hækkar verðið um 1.300 krónur. Verð á neðri hæð Bergstaða hækkaði um 1.100 krónur en verðið á efri hæðinni hækkaði um 700 krónur. Þá var 800 króna hækkun í Kolaportinu og Traðarkoti en einnig var 700 króna hækkun í Stjörnuporti. Gjaldskrá í langtímastæði verður því framvegis sem hér segir.

Bergstaðir efri hæð kr. 6.300
Bergstaðir neðri hæð kr. 9.900
Kolaport kr. 7.200
Ráðhús kr. 11.900
Stjörnuport kr. 6.300
Traðarkot kr. 7.200
Vesturgata kr. 11.200
Vitatorg kr. 4.500

Í rökstuðningi Kolbrúnar Jónatansdóttur á gjaldskrárbreytingartillögunni sem lögð var fyrir bílastæðanefnd segir að bílahúsin hafi lengi verið rekin með tapi.

„Gjaldskrá bílahúsanna vegna skammtímastæða hefur verið óbreytt í rúm 13 ár og tap hefur verið á rekstri bílahúsa sjóðsins árum sama. Tapið hefur dregist lítillega saman með hagræðingu og betri nýtingu á skammtímastæðum,“ segir í rökstuðningnum.

Gjaldsvæði 1 breiðir úr sér

Gjaldsvæði 1 mun stækka umtalsvert og verður framvegis afmarkað af Hverfisgötu, Rauðarárstíg, Grettisgötu, Klapparstíg og Skólavörðustíg. Amtmannsstíg, Lækjargötu, Vonarstræti, Tjarnargötu, Kirkjustræti, Aðalstræti, Vesturgötu, Grófin, Tryggvagötu og Geirsgötu. Þá verður Túngata gjaldsvæði 1 frá Aðalstræti upp að Garðastræti.

„Eftir því sem almenn gjaldskylda breiðist út er meiri eftirspurn eftir bílastæðum sem eru næst gjaldsvæði 1. Markmiðið með breytingunni er að beina langtímanotendum bílastæða við götukanta á ódýrari svæði við jaðar miðborgarinnar. Breyting þessi hefur ekki áhrif á handhafa íbúakorta,“ segir í rökstuðningi framkvæmdastjóra.

Rauði og brúni liturinn sýnir hvernig gjaldsvæði 1 liggur nú ...
Rauði og brúni liturinn sýnir hvernig gjaldsvæði 1 liggur nú en sá bleiki sýnir hvernig það mun líta út eftir breytinguna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...