Færri andvígir inngöngu í ESB

Evrópusambandið
Evrópusambandið AFP

Af þeim sem tóku afstöðu í nýrri könnun MMR sögðust 48,5% vera andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 50,0% í janúar 2014. Hins vegar sögðust 33,3% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 32,3% í janúar fyrir ári.

Af þeim sem tóku afstöðu og voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB voru hlutfallslega flestir á aldrinum 50-67 ára. 38,6%% einstaklinga á aldrinum 50-67 ára sögðust hlynnt því að Ísland gangi í ESB, 34,8% einstaklinga á aldrinum 30-49 ára voru hlynnt inngöngu og 29,1% einstaklinga á aldrinum 18-29 ára voru hlynnt inngöngu Íslands í ESB. Einstaklingar yfir 67 ára aldri voru síst hlynntir því að Island gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu og voru 68 ára eða eldri sögðust 26,6% vera hlynnt inngöngu Íslands í ESB.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins voru frekar hlynntir inngöngu Íslands í ESB en þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni. Af þeim sem tóku afstöðu og voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu sögðust 38,0% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið saman við 25,7% þeirra sem búsettir voru á landsbyggðinni.

Könnun MMR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert