Hækkun fasteignamats hækkaði gjöldin

Sorphirðugjöldin hækka mest í Vestmannaeyjum.
Sorphirðugjöldin hækka mest í Vestmannaeyjum. Árni Sæberg

Verðlagseftirlit ASÍ hefur kannað álagningu fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2015 hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Til þess að átta sig á því hvernig fasteignagjöld breytast á milli ára er nauðsynlegt að skoða samhliða breytingar á álagningarhlutfalli sveitarfélaga sem og breytingar á fasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi, segir í greiningu ASÍ. Fasteignagjöld hafa hækkað milli ára í meirihluta tilfella en ástæðan er breyting á fasteignamati fremur en hækkuð álagning sveitarfélaganna. Fasteignagjöld samanstanda af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum innheimt sem hlutfall af fasteigna- eða lóðamati en geta einnig verið innheimt með blöndu af föstu gjaldi og fermetragjaldi. Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða fjöldi tunna á húsnæði.

Öll gjöld hækkuðu í Reykjavík vegna hærra fasteignamats

Í flestum tilfellum haldast álagningaprósentur óbreyttar en fasteigna- og lóðamat tekur víðast hvar breytingum og raunbreyting á gjöldum er því í flestum tilfellum sökum breytinga á fasteigna- og lóðamati. Vegna ólíks fasteignamats er litið á fleiri en eitt hverfi í stærri sveitarfélögum til að fá betri mynd af raunbreytingunni. Meðal annars kemur í ljós að öll gjöld hækkuðu í Reykjavík vegna töluverðar hækkunar á fasteignamati. Má sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiðir til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi. Reykjanesbær er eina sveitarfélagið sem hefur hækkað útsvarið og hækkar einnig fasteignaskattinn um 67%.

Reykjanesbær hækkaði útsvarið

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og í fyrra. Aðeins Reykjanesbær hækkaði útsvarið á milli ára úr hámarkinu sem er 14,52% í 15,05% en þar var lagt á 3,62% auka álag vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.

Þrjú hækkuðu fasteignaskatt

Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15. Þrjú sveitarfélög hækka fasteignaskattinn. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ um 67%, hjá Sveitarfélaginu Árborg um 9% og Fjarðarbyggð um 7%.  Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um 8%, Seltjarnarnes 5% og Kópavogur 2%.

Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati, hækkar álagður fasteignaskattur í flestum sveitarfélögum, þrátt fyrir að nokkur þeirra lækki álagninguna. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ - Keflavík/Njarðvík bæði í sérbýli og fjölbýli um 70%. Fasteignaskatturinn hækkar almennt meira á fjölbýli en sérbýli. En fasteignaskatturinn lækkar hjá Ísafjarðabæ – Eldri byggð um 6% bæði á sérbýli og fjölbýli vegna lækkunar á fasteignamati. Einnig er lækkun á sérbýli í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Fljótsdalshéraði - Egilsstöðum.

Hækkun fráveitugjalds sést mest á Seltjarnarnesi

Líkt og fasteignaskattur er fráveitugjald í flestum tilfellum greitt sem hlutfall af fasteignamati ef frá eru talin Reykjavík, Akranes og nú einnig Akureyri þar sem holræsagjald miðast við fastagjald og fermetragjald. Álagningarprósentan hélst óbreytt hjá 12 sveitarfélögum en hækkar mest á Seltjarnarnesi um 7,7%, en þar á eftir koma Akranes og Reykjavík með 1,3% hækkun.

Sé tekið tillit til þróunar á fasteignamati hækkar fráveitugjaldið hjá 12 sveitarfélögum, aðeins er lækkun á Ísafirði, Fjarðarbyggð - Reyðafirði og á sérbýlum í Fljótsdalshéraði – Egilsstaðir. Þar sem álagt fráveitugjald hækkar í takt við hækkun á fasteignamati, sést mesta hækkunin í fjölbýli á Seltjarnarnesi um 24% og Garðabæ um 11%. En fyrir sérbýli er mest hækkun á Seltjarnarnesi um 11% og hjá Sveitarfélaginu Skagafirði - Sauðárkróki um 9%.

Lóðaleiga er innheimt sem hlutfall af lóðamati. Undantekningin er hjá Kópavogsbæ þar sem lóðaleiga er föst krónutala á fermetra. Hlutfall lóðaleigu er óbreytt milli ára hjá öllum sveitarfélögum.

Þar sem lækkun er á lóðamati hjá Ísafjarðabæ – eldri byggð og hjá Fjarðarbyggð - Reyðafirði lækkar lóðaleigan um 1-6%.  Hjá öðrum sveitarfélögum hækkar lóðaleigan á milli ára nema hjá Kópavogsbæ.  Mesta hækkunin fyrir sérbýli er í Reykjavík – Laugarneshverfi/Vogar um 12% og hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður - Sauðárkróki um 11%.  Mesta hækkunin fyrir fjölbýli er á Seltjarnarnesi um 14,2%, í Reykjavík - Miðbær um 12,1% og hjá Garðabæ – Ásar, Grundir, Tún, Fit um 11,7%.

Vatnsgjald lækkar mest í Fjarðabyggð

Vatnsgjald er innheimt hjá mörgum sveitarfélögum sem hlutfall af fasteigamati en í Reykjavík, Akureyri, Fljótdalshéraði, Akranesi og í Vestmannaeyjum er innheimt fermetragjald auk fastagjalds sem og rúmmetragjald í Vestmannaeyjum.

Kópavogur, Seltjarnarnes og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin sem lækka álagningu vatnsgjalds milli ára um 9-10%. Reykjavík, Akranes, Akureyri, Fljótdalshérað og Vestmannaeyjar hækka álagningarprósentuna um 1-5%.

Þegar tekið hefur verið tillit til þróunar á fasteignamati má sjá að lækkun á greiddu vatnsgjaldi var mest hjá Fjarðarbyggð - Reyðarfjörður um 11,5% og hjá Ísafjarðabæ – eldri byggð um 6% og hjá Kópavogsbæ í fjölbýli um 1-1,5% og í sérbýli um 6%. Mesta hækkun á vatnsgjaldi var í fjölbýli hjá Garðabæ um 11% og fyrir sérbýli hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður – Sauðárkróki um 9%.

Hæst sorphirðugjöld í Vestmannaeyjum

Ólíkt framangreindum gjöldum eru sorphirðu- og sorptengd gjöld innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús. Engar verðbreytingar eru á gjaldskrá hjá Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðabæ og Sveitarfélaginu Skagafirði. Öll hin hækka gjaldskrána. Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 kr. á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 kr. og er það 140% verðmunur eða 29.923 kr. Sem dæmi um hækkanir hjá öðrum sveitarfélögum má nefna að mest hækkar Akureyri um 33%, Kópavogur um 11%, Hafnafjörður 9,7% og Seltjarnarnes 9,5%.

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu ...
Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og í fyrra. Grafík/ASÍ
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15.
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15. Grafík/ASÍ
Yfirlit yfir sorphirðugjöld.
Yfirlit yfir sorphirðugjöld.
mbl.is

Innlent »

Slagveður suðvestanlands á morgun

15:51 Heldur fer að hvessa í kvöld suðvestanlands en í nótt og fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s á Reykjanesbraut samfara slagveðursrigningu. Gert er ráð fyrir 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Afar óheppileg tímasetning lögbanns

15:42 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni, út í hött. Meira »

„Óviðunandi í lýðræðisríki“

15:25 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður fjölmiðla á Íslandi, segir að fjölmiðlar eigi ekki að þola inngrip af hálfu ríkisvaldsins vegna ritstjórnarstefnu, efnistaka eða heimildarmanna sinna. „Slíkt er að minni hyggju óviðunandi í lýðræðisríki“. Meira »

Vél Primera snúið við vegna bilunar

15:23 Flugvél Primera Air Nordic var fyrr í dag snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Óþolandi árás á tjáningarfrelsið

15:22 PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, fordæma lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um tengsl stjórnmálamanna og fjármálastofnanna sem unnin er upp úr gögnum þrotabús Glitnis. Meira »

Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

15:22 Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Fær bætur eftir vistun í fangaklefa

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa verið vistuð í fangaklefa í tæpa sex klukkutíma án þess að nægilegt tilefni væri til. Meira »

Styrkja þjónustu við þolendur ofbeldis

15:09 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur veitt Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri samtals 15 milljónir króna til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Meira »

Lögbannsmálið ætti að skýrast í dag

14:04 Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, reiknar með að það skýrist í dag hvort farið verði fram á lögbann á fréttaflutning The Guardian af viðskiptavinum Glitnis. Meira »

Píratar kynntu tillögu til fjárlaga

13:46 Tillaga Pírata til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018 var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Þar kemur fram að tekjur vegna veiðigjalds fyrir veiðiheimildir fari úr rúmum 5,5 milljörðum króna vegna fjárlaga ársins 2017 yfir í 12 milljarða króna og hækki þar með um 117 prósent. Meira »

Þöggun blaðamanna fer með frelsið

13:29 Sonur maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segir að hún hafi verið ráðin af dögum vegna skrifa sinna. Hann hljóp í örvæntingu í kringum bílinn sem stóð í ljósum logum í gær og líkamsleifar móður hans útum allt. Dóra Mezzi hefur þekkt Daphne lengi og segir hana einstaka manneskju. Meira »

Erfitt að misnota gallann

13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. 13, en síðan flytur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ávarp. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Nokian dekk 185/65/15
Mjög lítið notuð ca. 4 mánuði hvert sett. Nokian dekk 185/65/15 4 nagladekk án f...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til Leigu
Smiðjuvegur Rauð gata 562m2, er í dag tvö bil 281m2 hægt að opna á milli 3 innke...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...