Hækkun fasteignamats hækkaði gjöldin

Sorphirðugjöldin hækka mest í Vestmannaeyjum.
Sorphirðugjöldin hækka mest í Vestmannaeyjum. Árni Sæberg

Verðlagseftirlit ASÍ hefur kannað álagningu fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2015 hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Til þess að átta sig á því hvernig fasteignagjöld breytast á milli ára er nauðsynlegt að skoða samhliða breytingar á álagningarhlutfalli sveitarfélaga sem og breytingar á fasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi, segir í greiningu ASÍ. Fasteignagjöld hafa hækkað milli ára í meirihluta tilfella en ástæðan er breyting á fasteignamati fremur en hækkuð álagning sveitarfélaganna. Fasteignagjöld samanstanda af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum innheimt sem hlutfall af fasteigna- eða lóðamati en geta einnig verið innheimt með blöndu af föstu gjaldi og fermetragjaldi. Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða fjöldi tunna á húsnæði.

Öll gjöld hækkuðu í Reykjavík vegna hærra fasteignamats

Í flestum tilfellum haldast álagningaprósentur óbreyttar en fasteigna- og lóðamat tekur víðast hvar breytingum og raunbreyting á gjöldum er því í flestum tilfellum sökum breytinga á fasteigna- og lóðamati. Vegna ólíks fasteignamats er litið á fleiri en eitt hverfi í stærri sveitarfélögum til að fá betri mynd af raunbreytingunni. Meðal annars kemur í ljós að öll gjöld hækkuðu í Reykjavík vegna töluverðar hækkunar á fasteignamati. Má sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiðir til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi. Reykjanesbær er eina sveitarfélagið sem hefur hækkað útsvarið og hækkar einnig fasteignaskattinn um 67%.

Reykjanesbær hækkaði útsvarið

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og í fyrra. Aðeins Reykjanesbær hækkaði útsvarið á milli ára úr hámarkinu sem er 14,52% í 15,05% en þar var lagt á 3,62% auka álag vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.

Þrjú hækkuðu fasteignaskatt

Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15. Þrjú sveitarfélög hækka fasteignaskattinn. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ um 67%, hjá Sveitarfélaginu Árborg um 9% og Fjarðarbyggð um 7%.  Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um 8%, Seltjarnarnes 5% og Kópavogur 2%.

Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati, hækkar álagður fasteignaskattur í flestum sveitarfélögum, þrátt fyrir að nokkur þeirra lækki álagninguna. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ - Keflavík/Njarðvík bæði í sérbýli og fjölbýli um 70%. Fasteignaskatturinn hækkar almennt meira á fjölbýli en sérbýli. En fasteignaskatturinn lækkar hjá Ísafjarðabæ – Eldri byggð um 6% bæði á sérbýli og fjölbýli vegna lækkunar á fasteignamati. Einnig er lækkun á sérbýli í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Fljótsdalshéraði - Egilsstöðum.

Hækkun fráveitugjalds sést mest á Seltjarnarnesi

Líkt og fasteignaskattur er fráveitugjald í flestum tilfellum greitt sem hlutfall af fasteignamati ef frá eru talin Reykjavík, Akranes og nú einnig Akureyri þar sem holræsagjald miðast við fastagjald og fermetragjald. Álagningarprósentan hélst óbreytt hjá 12 sveitarfélögum en hækkar mest á Seltjarnarnesi um 7,7%, en þar á eftir koma Akranes og Reykjavík með 1,3% hækkun.

Sé tekið tillit til þróunar á fasteignamati hækkar fráveitugjaldið hjá 12 sveitarfélögum, aðeins er lækkun á Ísafirði, Fjarðarbyggð - Reyðafirði og á sérbýlum í Fljótsdalshéraði – Egilsstaðir. Þar sem álagt fráveitugjald hækkar í takt við hækkun á fasteignamati, sést mesta hækkunin í fjölbýli á Seltjarnarnesi um 24% og Garðabæ um 11%. En fyrir sérbýli er mest hækkun á Seltjarnarnesi um 11% og hjá Sveitarfélaginu Skagafirði - Sauðárkróki um 9%.

Lóðaleiga er innheimt sem hlutfall af lóðamati. Undantekningin er hjá Kópavogsbæ þar sem lóðaleiga er föst krónutala á fermetra. Hlutfall lóðaleigu er óbreytt milli ára hjá öllum sveitarfélögum.

Þar sem lækkun er á lóðamati hjá Ísafjarðabæ – eldri byggð og hjá Fjarðarbyggð - Reyðafirði lækkar lóðaleigan um 1-6%.  Hjá öðrum sveitarfélögum hækkar lóðaleigan á milli ára nema hjá Kópavogsbæ.  Mesta hækkunin fyrir sérbýli er í Reykjavík – Laugarneshverfi/Vogar um 12% og hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður - Sauðárkróki um 11%.  Mesta hækkunin fyrir fjölbýli er á Seltjarnarnesi um 14,2%, í Reykjavík - Miðbær um 12,1% og hjá Garðabæ – Ásar, Grundir, Tún, Fit um 11,7%.

Vatnsgjald lækkar mest í Fjarðabyggð

Vatnsgjald er innheimt hjá mörgum sveitarfélögum sem hlutfall af fasteigamati en í Reykjavík, Akureyri, Fljótdalshéraði, Akranesi og í Vestmannaeyjum er innheimt fermetragjald auk fastagjalds sem og rúmmetragjald í Vestmannaeyjum.

Kópavogur, Seltjarnarnes og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin sem lækka álagningu vatnsgjalds milli ára um 9-10%. Reykjavík, Akranes, Akureyri, Fljótdalshérað og Vestmannaeyjar hækka álagningarprósentuna um 1-5%.

Þegar tekið hefur verið tillit til þróunar á fasteignamati má sjá að lækkun á greiddu vatnsgjaldi var mest hjá Fjarðarbyggð - Reyðarfjörður um 11,5% og hjá Ísafjarðabæ – eldri byggð um 6% og hjá Kópavogsbæ í fjölbýli um 1-1,5% og í sérbýli um 6%. Mesta hækkun á vatnsgjaldi var í fjölbýli hjá Garðabæ um 11% og fyrir sérbýli hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður – Sauðárkróki um 9%.

Hæst sorphirðugjöld í Vestmannaeyjum

Ólíkt framangreindum gjöldum eru sorphirðu- og sorptengd gjöld innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús. Engar verðbreytingar eru á gjaldskrá hjá Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðabæ og Sveitarfélaginu Skagafirði. Öll hin hækka gjaldskrána. Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 kr. á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 kr. og er það 140% verðmunur eða 29.923 kr. Sem dæmi um hækkanir hjá öðrum sveitarfélögum má nefna að mest hækkar Akureyri um 33%, Kópavogur um 11%, Hafnafjörður 9,7% og Seltjarnarnes 9,5%.

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu ...
Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og í fyrra. Grafík/ASÍ
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15.
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15. Grafík/ASÍ
Yfirlit yfir sorphirðugjöld.
Yfirlit yfir sorphirðugjöld.
mbl.is

Innlent »

Heyskapurinn gengið ágætlega

07:57 Sláttur hefur gengið með ágætum víðast hvar á landinu. Mikil uppskera var í fyrsta slætti sumarsins en víða er minna eftir annan slátt. Útflutningur á heyi verður í svipuðu magni og síðustu ár, mestur til Færeyja. Meira »

Skráningar að nálgast 12.000

07:37 Um 11.800 manns hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fer á laugardaginn.   Meira »

Strekkings norðanátt fram að helgi

07:29 Það er strekkings norðanátt með rigningu í kortunum í dag og á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar, sem segir þó yfirleitt vera bjartara veðurútlit syðra. Öllu hvassara verður suðaustanlands síðdegis og varar vakthafandi veðurfræðingur við að vindhraði geti orðið meiri en 25 m/s í hviðum við fjöll. Meira »

FISK í milljarða fjárfestingar

05:30 Nýtt skip útgerðarfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK-2, siglir nú til heimahafnar frá Tyrklandi, þar sem það var smíðað í Cemre. Sérstök móttökuathöfn verður á Sauðárkrókshöfn á laugardaginn. Meira »

Algert hrun í bóksölu

05:30 „Þegar næstum þriðjungur veltu hverfur úr atvinnugrein getur vart verið um annað en hrun að ræða. Staðan er nú sem og undanfarin ár ákaflega snúin og ljóst að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Meira »

Hafa lagt milljarða í United

05:30 Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hafa fjárfest fyrir samtals 2.166 milljónir í United Silicon. Meira »

Veiking krónu ekki komin fram í neyslu

05:30 Kortavelta á hvern ferðamann dróst saman milli mánaða í júní og júlí þótt gengi krónu gæfi eftir. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir veikara gengi geta birst í neyslu í haust. Meira »

Býst við átökum um fiskeldismál

05:30 Margs konar sjónarmið eru innan stjórnmálaflokkanna um fiskeldi og fara ekki endilega eftir flokkslínum.  Meira »

Afleysingaskip ekki í sjónmáli

05:30 Óvissa ríkir um samgöngur milli lands og Eyja þegar Herjólfur fer í slipp í næsta mánuði, sem er í annað sinn á fimm mánuðum. Meira »

Ágúst er enn án 20 stiga

05:30 Ágústmánuður er nú hálfnaður og hefur hann verið fremur svalur miðað við það sem algengast hefur verið á öldinni. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Hitafundur um skipulagsbreytingu

05:30 Þó nokkur hiti var í fólki á opnum fundi í Borgartúni 14 í gær þar sem kynntar voru breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24, segir íbúi í Túnahverfinu sem mætti til fundarins. Um 50 manns mættu en íbúar höfðu orð á því að fleiri hefðu mætt ef fundurinn hefði verið auglýstur með meiri fyrirvara. Meira »

Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind

Í gær, 23:14 Spáð er norðan- eða norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi síðdegis á morgun og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur geti náð meiru en 25 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Heimir fer 10 km í hjólastól

Í gær, 23:13 Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Meira »

Katalóninn sem kom inn úr hitanum

Í gær, 22:14 Jordi Pujolà starfaði árum saman sem fasteignasali í heimaborg sinni Barcelona þegar hann fann hjá sér þörf fyrir að breyta til og helga sig ritstörfum. Frá því hann fluttist til Íslands fyrir fjórum árum ásamt fjölskyldu sinni hefur hann skrifað tvær skáldsögur á spænsku þar sem Ísland er í brennidepli og notar hvert tækifæri til að kynna landið fyrir löndum sínum, m.a. heldur hann úti bloggi til gagns og gamans fyrir spænskumælandi túrista á Íslandi. Meira »

Krónprinsinn fékk fyrirlestur hjá Völku

Í gær, 21:54 „Fyrir okkur sem erum tiltölulega ný þjóð í fiskeldi þá er mikilvægt að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í þessum geira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sem var á fiskeldisráðstefnu í Noregi þegar blaðamaður náði af henni tali. Meira »

Lokanir svo klára megi malbikun

Í gær, 22:27 Þar sem ekki tókst af óviðráðanlegum ástæðum að klára malbikun á Hellisheiði sem ljúka átti í gær er stefnt að því að ljúka verkinu í kvöld og nótt. Meira »

Mögulegt að skanna genamengi fósturs

Í gær, 22:02 Hægt verður í náinni framtíð að skima fyrir ýmsum gengöllum í fóstrum og í raun skanna allt genamengi ófædds barns með einu blóðsýni úr verðandi móður þess. Þessi tækni er í raun til staðar nú þegar og er notuð í löndunum í kringum okkur, meðal annars til að skima fyrir Downs-heilkenni. Meira »

Meira sig en gert var ráð fyrir

Í gær, 21:28 „Við erum þarna að lenda í ófyrirséðum hlutum sem við áttum ekki von á. Það er meira sig í lóðinni en við áttum von á sem gerir það að verkum að við höfum ekki getað farið með skóflur í hana í sumar. En áformin eru að öðru leyti óbreytt. Þetta hliðrast bara til í tíma. Meira »
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
140 m2 verslunnar-/ þjónustuhúsnæði til
140 m2 verslunar-/ þjónustu-húsnæði til leigu í Hlíðasmára 13. Góður sölustaður....
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.n...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...