Hækkun fasteignamats hækkaði gjöldin

Sorphirðugjöldin hækka mest í Vestmannaeyjum.
Sorphirðugjöldin hækka mest í Vestmannaeyjum. Árni Sæberg

Verðlagseftirlit ASÍ hefur kannað álagningu fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2015 hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Til þess að átta sig á því hvernig fasteignagjöld breytast á milli ára er nauðsynlegt að skoða samhliða breytingar á álagningarhlutfalli sveitarfélaga sem og breytingar á fasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi, segir í greiningu ASÍ. Fasteignagjöld hafa hækkað milli ára í meirihluta tilfella en ástæðan er breyting á fasteignamati fremur en hækkuð álagning sveitarfélaganna. Fasteignagjöld samanstanda af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum innheimt sem hlutfall af fasteigna- eða lóðamati en geta einnig verið innheimt með blöndu af föstu gjaldi og fermetragjaldi. Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða fjöldi tunna á húsnæði.

Öll gjöld hækkuðu í Reykjavík vegna hærra fasteignamats

Í flestum tilfellum haldast álagningaprósentur óbreyttar en fasteigna- og lóðamat tekur víðast hvar breytingum og raunbreyting á gjöldum er því í flestum tilfellum sökum breytinga á fasteigna- og lóðamati. Vegna ólíks fasteignamats er litið á fleiri en eitt hverfi í stærri sveitarfélögum til að fá betri mynd af raunbreytingunni. Meðal annars kemur í ljós að öll gjöld hækkuðu í Reykjavík vegna töluverðar hækkunar á fasteignamati. Má sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiðir til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi. Reykjanesbær er eina sveitarfélagið sem hefur hækkað útsvarið og hækkar einnig fasteignaskattinn um 67%.

Reykjanesbær hækkaði útsvarið

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og í fyrra. Aðeins Reykjanesbær hækkaði útsvarið á milli ára úr hámarkinu sem er 14,52% í 15,05% en þar var lagt á 3,62% auka álag vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.

Þrjú hækkuðu fasteignaskatt

Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15. Þrjú sveitarfélög hækka fasteignaskattinn. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ um 67%, hjá Sveitarfélaginu Árborg um 9% og Fjarðarbyggð um 7%.  Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um 8%, Seltjarnarnes 5% og Kópavogur 2%.

Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati, hækkar álagður fasteignaskattur í flestum sveitarfélögum, þrátt fyrir að nokkur þeirra lækki álagninguna. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ - Keflavík/Njarðvík bæði í sérbýli og fjölbýli um 70%. Fasteignaskatturinn hækkar almennt meira á fjölbýli en sérbýli. En fasteignaskatturinn lækkar hjá Ísafjarðabæ – Eldri byggð um 6% bæði á sérbýli og fjölbýli vegna lækkunar á fasteignamati. Einnig er lækkun á sérbýli í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Fljótsdalshéraði - Egilsstöðum.

Hækkun fráveitugjalds sést mest á Seltjarnarnesi

Líkt og fasteignaskattur er fráveitugjald í flestum tilfellum greitt sem hlutfall af fasteignamati ef frá eru talin Reykjavík, Akranes og nú einnig Akureyri þar sem holræsagjald miðast við fastagjald og fermetragjald. Álagningarprósentan hélst óbreytt hjá 12 sveitarfélögum en hækkar mest á Seltjarnarnesi um 7,7%, en þar á eftir koma Akranes og Reykjavík með 1,3% hækkun.

Sé tekið tillit til þróunar á fasteignamati hækkar fráveitugjaldið hjá 12 sveitarfélögum, aðeins er lækkun á Ísafirði, Fjarðarbyggð - Reyðafirði og á sérbýlum í Fljótsdalshéraði – Egilsstaðir. Þar sem álagt fráveitugjald hækkar í takt við hækkun á fasteignamati, sést mesta hækkunin í fjölbýli á Seltjarnarnesi um 24% og Garðabæ um 11%. En fyrir sérbýli er mest hækkun á Seltjarnarnesi um 11% og hjá Sveitarfélaginu Skagafirði - Sauðárkróki um 9%.

Lóðaleiga er innheimt sem hlutfall af lóðamati. Undantekningin er hjá Kópavogsbæ þar sem lóðaleiga er föst krónutala á fermetra. Hlutfall lóðaleigu er óbreytt milli ára hjá öllum sveitarfélögum.

Þar sem lækkun er á lóðamati hjá Ísafjarðabæ – eldri byggð og hjá Fjarðarbyggð - Reyðafirði lækkar lóðaleigan um 1-6%.  Hjá öðrum sveitarfélögum hækkar lóðaleigan á milli ára nema hjá Kópavogsbæ.  Mesta hækkunin fyrir sérbýli er í Reykjavík – Laugarneshverfi/Vogar um 12% og hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður - Sauðárkróki um 11%.  Mesta hækkunin fyrir fjölbýli er á Seltjarnarnesi um 14,2%, í Reykjavík - Miðbær um 12,1% og hjá Garðabæ – Ásar, Grundir, Tún, Fit um 11,7%.

Vatnsgjald lækkar mest í Fjarðabyggð

Vatnsgjald er innheimt hjá mörgum sveitarfélögum sem hlutfall af fasteigamati en í Reykjavík, Akureyri, Fljótdalshéraði, Akranesi og í Vestmannaeyjum er innheimt fermetragjald auk fastagjalds sem og rúmmetragjald í Vestmannaeyjum.

Kópavogur, Seltjarnarnes og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin sem lækka álagningu vatnsgjalds milli ára um 9-10%. Reykjavík, Akranes, Akureyri, Fljótdalshérað og Vestmannaeyjar hækka álagningarprósentuna um 1-5%.

Þegar tekið hefur verið tillit til þróunar á fasteignamati má sjá að lækkun á greiddu vatnsgjaldi var mest hjá Fjarðarbyggð - Reyðarfjörður um 11,5% og hjá Ísafjarðabæ – eldri byggð um 6% og hjá Kópavogsbæ í fjölbýli um 1-1,5% og í sérbýli um 6%. Mesta hækkun á vatnsgjaldi var í fjölbýli hjá Garðabæ um 11% og fyrir sérbýli hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður – Sauðárkróki um 9%.

Hæst sorphirðugjöld í Vestmannaeyjum

Ólíkt framangreindum gjöldum eru sorphirðu- og sorptengd gjöld innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús. Engar verðbreytingar eru á gjaldskrá hjá Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðabæ og Sveitarfélaginu Skagafirði. Öll hin hækka gjaldskrána. Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 kr. á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 kr. og er það 140% verðmunur eða 29.923 kr. Sem dæmi um hækkanir hjá öðrum sveitarfélögum má nefna að mest hækkar Akureyri um 33%, Kópavogur um 11%, Hafnafjörður 9,7% og Seltjarnarnes 9,5%.

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu ...
Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og í fyrra. Grafík/ASÍ
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15.
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15. Grafík/ASÍ
Yfirlit yfir sorphirðugjöld.
Yfirlit yfir sorphirðugjöld.
mbl.is

Innlent »

Lögregla varar við „suðrænum“ svindlurum

18:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar á Facebook við suðrænum svindlurum, sem tókst um helgina að pranga inn á mann „gæðajakka“ sem reyndist alls ekki standast kröfur. Mennirnir eru sagðir sérstaklega „tunguliprir“ og halda sig til á bifreiðastæðum við stórverslanir. Meira »

Viðbragðstími flutninga of langur

18:05 Ljóst er að auka þarf útgjöld ríkisins til sjúkraflutninga ef bæta á við einni til tveimur sjúkraþyrlum. Landhelgisgæslan er í dag kölluð 130 sinnum út á ári í sjúkraflug en áætlanir ganga út frá því að bara á Suðurlandi og Vesturlandi verði útköll einnar sjúkraþyrlu um 300 til 600 á hverju ári. Meira »

Lést á 10 ára afmælisdaginn

17:26 Ragnar Emil Hallgrímsson lést í gær á 10 ára afmælisdeginum sínum. Ragnar þjáðist af sjaldgæfum taugahrörnunarsjúkdómi, SMA-1. Móðir hans sagði frá fráfalli hans á Facebook-síðu sinni í gær. Meira »

Skóflustunga að nýjum stúdentagörðum

17:18 Fyrsta skóflustungan að nýjum stúdentagörðum sem munu rísa á háskólasvæðinu var tekin í dag. „Þetta nýtist bæði stúdentum og þeim sem vilja góðan almennan leigumarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meira »

„Sprengjan“ reyndist vera járnstykki

16:36 Hlutur sem fannst í fjörunni á Álftanesi í gær og leit út eins og jarðsprengja reyndist vera járnstykki úr vinnupalli samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Endurbætur við Deildartunguhver

16:34 Í byrjun júlí ætla Veitur að hefja framkvæmdir við Deildartunguhver en á meðan framkvæmdunum stendur mun aðgengi að hvernum minnka. Þetta er gert til þess að bæta aðstöðu ferðamanna og tryggja öryggi þeirra. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna manndrápstilraunar

16:25 Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás með að hafa ítrekað stungið annan mann í brjóst og handlegg þegar þeir voru um borð á hollensku skipi. Meira »

Steypuvinna hafin á Hörpureitnum

16:30 Framkvæmdir á Hörpureitnum í miðborg Reykjavíkur þar sem Marriott hótel rís hófust klukkan 4 í nótt. Byrjað var að steypa grunn í holuna sem staðið hefur óhreyfð í fjölda ára en um þrjátíu starfsmenn unnu við verkefnið í nótt með bílum, tækjum og tólum. Meira »

Sagt að réttindin væru fullnægjandi

16:22 „Ákærði telur að orsök slyssins verði ekki rakin til einhvers sem hann bar ábyrgð á. Hann er launþegi hjá fyrirtækinu og hver er ábyrgð þess að ráða fólk til starfa með tilskilin réttindi? Um er að ræða óhappatilvik og þá spyr maður um ábyrgð útgerðarinnar.“ Meira »

Ríkisforstjórar fá milljónagreiðslur

16:19 Ríkisendurskoðandi hækkar um 29,5 prósent í launum og fær 4,7 milljóna króna eingreiðslu, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um 14,8 prósent og fær um fjögurra milljóna króna greiðslu, forsetaritari um 19,6 prósent og fær 1,8 milljónir króna, hagstofustjóri um 11,4 prósent og fær 1,2 milljónir í eingreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar um 12,8 prósent og fær 2,5 milljóna króna eingreiðslu. Meira »

Snærós Sindradóttir ráðin til RÚV

16:15 Snærós Sindradóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra UNG-RÚV. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu undanfarin ár. Snærós hefur störf hjá RÚV í byrjun ágúst og mun leiða uppbyggingu á þjónustu RÚV fyrir ungt fólk þvert á miðla. Meira »

Gáfu forsetanum pizzu í afmælisgjöf

16:09 Í tilefni afmælis Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag sendi Domino's honum pizzu í afmælisgjöf. Pizzan var að sjálfsögðu ananas-laus en eins og frægt er orðið lét Guðni þau orð falla fyrr á árinu að hann vildi helst banna ananas á pizzur. Meira »

Komu úr öðrum hverfum til að skemma

15:40 „Tilkynningar um eignaspjöll hafa alveg dottið niður. Við erum búin að ræða við langflesta þessara unglinga sem höfðu sig mest frammi. Það virðist hafa haft áhrif,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Sárin í mosanum grædd

14:57 Fyrir stuttu voru unnin skemmdarverk í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli. Í dag var vinnuhópur á vegum Orku Náttúrunnar að græða sárin með því að planta mosa í þau. Aðferðin er einföld og segir landgræðslustjóri ON að allir geti grætt sár í mosa í sínu nærumhverfi. Meira »

Slóst utan í annan krana

14:46 Byggingakrani féll þegar verið var að taka hann niður við Vesturbæjarskóla um klukkan hálftvö í dag. Að sögn Atla Hafsteinssonar, staðarstjóra hjá Munck á Íslandi sem er verktaki á svæðinu, slóst kraninn utan í annan krana en engin slys urðu á fólki. Meira »

Auka eigi kröfur um þekkingu

15:17 Vinna Samgöngustofu við end­ur­skoðun á samþykkt­um hand­bók­um fyr­ir fis­fé­lög­in, sem farið var í eftir að rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því að stofnuninni að gera auknar kröfur um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu og viðhaldi fisa, er á lokastigi. Meira »

Afnema sumarlokanir

14:55 Velferðarráð hefur samþykkt að afnema sumarlokanir í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir skerðingu á matarþjónustu fyrir eldri borgara sem margir nýta sér í hádeginu. Meira »

Ætla að annast kaup á námsgögnum

14:44 Kársnesskóli hefur í samstarfi við foreldrafélagið ákveðið að annast innkaup námsgagna fyrir alla nemendur skólans fyrir næst skólaár. Skólinn getur lagt til námsgögn til persónulega nota fyrir nemendur fyrir ákveðið gjald sem foreldrum stendur til boða að greiða inn á reikning foreldrafélagsins. Meira »
Listaverk eftir Sigurjón Ólafsson til sölu
til sölu listaverk eftir Sigurjón Ólafsson. Verkið kallast Sundaborg - frumdrög ...
Clavis poetica
Clavis Poetica, Benedikt Gröndal/Sveinbjörn Egilsson, Hafnia 1864. Uppl. í s. 77...
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík....
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...