Hækkun fasteignamats hækkaði gjöldin

Sorphirðugjöldin hækka mest í Vestmannaeyjum.
Sorphirðugjöldin hækka mest í Vestmannaeyjum. Árni Sæberg

Verðlagseftirlit ASÍ hefur kannað álagningu fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2015 hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Til þess að átta sig á því hvernig fasteignagjöld breytast á milli ára er nauðsynlegt að skoða samhliða breytingar á álagningarhlutfalli sveitarfélaga sem og breytingar á fasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi, segir í greiningu ASÍ. Fasteignagjöld hafa hækkað milli ára í meirihluta tilfella en ástæðan er breyting á fasteignamati fremur en hækkuð álagning sveitarfélaganna. Fasteignagjöld samanstanda af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum innheimt sem hlutfall af fasteigna- eða lóðamati en geta einnig verið innheimt með blöndu af föstu gjaldi og fermetragjaldi. Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða fjöldi tunna á húsnæði.

Öll gjöld hækkuðu í Reykjavík vegna hærra fasteignamats

Í flestum tilfellum haldast álagningaprósentur óbreyttar en fasteigna- og lóðamat tekur víðast hvar breytingum og raunbreyting á gjöldum er því í flestum tilfellum sökum breytinga á fasteigna- og lóðamati. Vegna ólíks fasteignamats er litið á fleiri en eitt hverfi í stærri sveitarfélögum til að fá betri mynd af raunbreytingunni. Meðal annars kemur í ljós að öll gjöld hækkuðu í Reykjavík vegna töluverðar hækkunar á fasteignamati. Má sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiðir til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi. Reykjanesbær er eina sveitarfélagið sem hefur hækkað útsvarið og hækkar einnig fasteignaskattinn um 67%.

Reykjanesbær hækkaði útsvarið

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og í fyrra. Aðeins Reykjanesbær hækkaði útsvarið á milli ára úr hámarkinu sem er 14,52% í 15,05% en þar var lagt á 3,62% auka álag vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.

Þrjú hækkuðu fasteignaskatt

Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15. Þrjú sveitarfélög hækka fasteignaskattinn. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ um 67%, hjá Sveitarfélaginu Árborg um 9% og Fjarðarbyggð um 7%.  Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um 8%, Seltjarnarnes 5% og Kópavogur 2%.

Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati, hækkar álagður fasteignaskattur í flestum sveitarfélögum, þrátt fyrir að nokkur þeirra lækki álagninguna. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ - Keflavík/Njarðvík bæði í sérbýli og fjölbýli um 70%. Fasteignaskatturinn hækkar almennt meira á fjölbýli en sérbýli. En fasteignaskatturinn lækkar hjá Ísafjarðabæ – Eldri byggð um 6% bæði á sérbýli og fjölbýli vegna lækkunar á fasteignamati. Einnig er lækkun á sérbýli í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Fljótsdalshéraði - Egilsstöðum.

Hækkun fráveitugjalds sést mest á Seltjarnarnesi

Líkt og fasteignaskattur er fráveitugjald í flestum tilfellum greitt sem hlutfall af fasteignamati ef frá eru talin Reykjavík, Akranes og nú einnig Akureyri þar sem holræsagjald miðast við fastagjald og fermetragjald. Álagningarprósentan hélst óbreytt hjá 12 sveitarfélögum en hækkar mest á Seltjarnarnesi um 7,7%, en þar á eftir koma Akranes og Reykjavík með 1,3% hækkun.

Sé tekið tillit til þróunar á fasteignamati hækkar fráveitugjaldið hjá 12 sveitarfélögum, aðeins er lækkun á Ísafirði, Fjarðarbyggð - Reyðafirði og á sérbýlum í Fljótsdalshéraði – Egilsstaðir. Þar sem álagt fráveitugjald hækkar í takt við hækkun á fasteignamati, sést mesta hækkunin í fjölbýli á Seltjarnarnesi um 24% og Garðabæ um 11%. En fyrir sérbýli er mest hækkun á Seltjarnarnesi um 11% og hjá Sveitarfélaginu Skagafirði - Sauðárkróki um 9%.

Lóðaleiga er innheimt sem hlutfall af lóðamati. Undantekningin er hjá Kópavogsbæ þar sem lóðaleiga er föst krónutala á fermetra. Hlutfall lóðaleigu er óbreytt milli ára hjá öllum sveitarfélögum.

Þar sem lækkun er á lóðamati hjá Ísafjarðabæ – eldri byggð og hjá Fjarðarbyggð - Reyðafirði lækkar lóðaleigan um 1-6%.  Hjá öðrum sveitarfélögum hækkar lóðaleigan á milli ára nema hjá Kópavogsbæ.  Mesta hækkunin fyrir sérbýli er í Reykjavík – Laugarneshverfi/Vogar um 12% og hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður - Sauðárkróki um 11%.  Mesta hækkunin fyrir fjölbýli er á Seltjarnarnesi um 14,2%, í Reykjavík - Miðbær um 12,1% og hjá Garðabæ – Ásar, Grundir, Tún, Fit um 11,7%.

Vatnsgjald lækkar mest í Fjarðabyggð

Vatnsgjald er innheimt hjá mörgum sveitarfélögum sem hlutfall af fasteigamati en í Reykjavík, Akureyri, Fljótdalshéraði, Akranesi og í Vestmannaeyjum er innheimt fermetragjald auk fastagjalds sem og rúmmetragjald í Vestmannaeyjum.

Kópavogur, Seltjarnarnes og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin sem lækka álagningu vatnsgjalds milli ára um 9-10%. Reykjavík, Akranes, Akureyri, Fljótdalshérað og Vestmannaeyjar hækka álagningarprósentuna um 1-5%.

Þegar tekið hefur verið tillit til þróunar á fasteignamati má sjá að lækkun á greiddu vatnsgjaldi var mest hjá Fjarðarbyggð - Reyðarfjörður um 11,5% og hjá Ísafjarðabæ – eldri byggð um 6% og hjá Kópavogsbæ í fjölbýli um 1-1,5% og í sérbýli um 6%. Mesta hækkun á vatnsgjaldi var í fjölbýli hjá Garðabæ um 11% og fyrir sérbýli hjá Sveitarfélaginu Skagafjörður – Sauðárkróki um 9%.

Hæst sorphirðugjöld í Vestmannaeyjum

Ólíkt framangreindum gjöldum eru sorphirðu- og sorptengd gjöld innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús. Engar verðbreytingar eru á gjaldskrá hjá Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðabæ og Sveitarfélaginu Skagafirði. Öll hin hækka gjaldskrána. Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 kr. á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 kr. og er það 140% verðmunur eða 29.923 kr. Sem dæmi um hækkanir hjá öðrum sveitarfélögum má nefna að mest hækkar Akureyri um 33%, Kópavogur um 11%, Hafnafjörður 9,7% og Seltjarnarnes 9,5%.

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu ...
Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og í fyrra. Grafík/ASÍ
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15.
Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá 9 sveitarfélögum af 15. Grafík/ASÍ
Yfirlit yfir sorphirðugjöld.
Yfirlit yfir sorphirðugjöld.
mbl.is

Innlent »

Gerum skynsemi almenna

22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Gleymst hafi að kynna landsmönnum hersetu

21:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, byrjaði sína ræðu á að tala um það góða nafn sem Íslendingar hafa skapað sér vegna afstöðu til jafnréttis kynjanna, umhverfismála, málefna Norðurslóða, loftslagsmála, réttindamálum samkynhneigðra og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja. Meira »

Leiði björgunarleiðangur íslensks samfélags

21:47 „Við teljum að innviðir samfélagsins séu orðnir svo veikir að veruleg hætta stafi af. Þess vegna erum við hér,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Rangt sé að ný stjórn sé ekki að stuðla að kerfisbreytingum. Meira »

Jöfnu tækifærin aðeins fyrir suma

21:26 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti sína fyrstu ræðu í ræðustól Alþingis og var þakklát fyrir það tækifæri sem kjósendur veittu henni. Hún sagði margt gott og kjarnmikið í nýjum stjórnarsáttmála, en allt of fátt sem hönd væri á festandi. Meira »

Baneitraður kokteill skattalækkana

21:42 Það er á tímum góðæris sem stærstu efnahagsmistök stjórnvalda eru gerð. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni. Stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi þvert gegn öllum varnaðarorðum og boðið sé upp á baneitraðan kokteil skattalækkana og útgjaldaaukningar. Meira »

Íþyngjandi frelsistakmarkanir á íslandi

21:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði hversu vel Íslendingum vegnaði og sagði lífskjör vera með því besta sem gerðist í heiminum. „En þrátt fyrir góða stöðu og jákvæðar horfur, er ekki þar með sagt að á Íslandi sé ekkert sem megi bæta, breyta eða lagfæra.“ Meira »

Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað

21:06 Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 hefur þegar vakið athygli utan landsteinana. Þetta sagði umhverfisráðherra á Alþingi í kvöld. Einstakt tækifæri skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við ríkisstjórnarborðið og þess vegna hafi hann ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Meira »

Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar

20:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kvaðst stolt yfir því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. „Það er ekki bara töff heldur er hún mannkostamanneskja sem vonandi tekst að taka utan um, ekki bara stjórnarflokkana heldur samfélagið allt,“ sagði hún. Meira »

Nýtt þing ára­mót stjórn­mála­manna

20:56 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sagði nýtt þing eins og áramót stjórnmálamanna og væntingar fyrir nýja ríkisstjórn miklar. Meira »

„Þetta reddast“ ekki alltaf farsælt viðhorf

20:37 „Núverandi ríkisstjórnarsamstarf þriggja stærstu þingflokkanna á Alþingi byggist á sameiginlegri sýn ólíkra flokka sem hafa það markmið að vinna að ákveðnum lykilverkefnum sem koma Íslandi í fremstu röð.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra, á Alþingi í kvöld. Meira »

„Tókst að beygja bakland eigin flokks“

20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks.“ Meira »

Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil

19:53 Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, en niðurstaðan þarf að vera samfélaginu sem heild til heilla, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Fátækt eigi heldur ekki að vera til staðar á jafn ríku landi og Íslandi. Meira »

Vanmeti hvað sé þjóðfélaginu til heilla

20:28 Lögbann á fjölmiðil korteri fyrir kosningar gengur gegn þeirri styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi. Þetta sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata í ræðu sinni á alþingi nú í kvöld Meira »

„Gefa afslátt í baráttunni gegn ójöfnuði“

20:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður norðausturkjördæmis, byrjaði ræðu sína á að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagnaði því að nú sæti kona í forsæti öðru sinni. Sagðist hann vona að það teldist ekki til tíðinda í náinni framtíð. Meira »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix, í samtali við mbl.is. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18. 2.1943
Þormóðsslysið var mikill harmleikur. Líf heillar byggðar og flestra fjölskyldna...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...