Jarðstrengur um Sprengisand að hámarki 50 km

Frá Sprengisandi.
Frá Sprengisandi.

Í niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum Landsnets er staðfest að jarðstrengur um Sprengisand geti að hámarki orðið 50 km langur vegna tæknilegra takmarkana í núverandi raforkukerfi.

Áætlaður stofnkostnaður við lagningu 50 kílómetra 220 kV jarðstrengs um Sprengisand með 400 MVA flutningsgetu er um 6,6 milljarðar króna. Kostnaðurinn verður um 12,6 milljarðar ef lagðir eru tveir strengir með samtals 800 MVA flutningsgetu.

Til samanburðar er áætlaður stofnkostnaður 50 km langrar 800 MVA loftlínu um 4,1 milljarður króna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert