Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig

Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð í Al Thani-málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Arnar Þór Jónsson, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, telur aðspurður að dómurinn í Kaupþingsmálinu hafi ótvírætt fordæmisgildi. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Málið er gríðarlega vel unnið af hálfu Hæstaréttar. Rétturinn hefur plægt í gegnum frumgögn málsins og byggir niðurstöðuna á mati á þeirri mynd sem þar birtist. Hæstiréttur hefur verkað þetta mál alveg ofan í kjölinn og velt við hverjum steini. Ég tel ljóst að við getum leyft okkur að draga þá ályktun að málið muni að sjálfsögðu hafa mikið vægi ef horft er til framtíðar.“

– Hvers vegna hefur málið mikið fordæmisgildi?

„Í fyrsta lagi varðar þetta mjög mikla hagsmuni og brotin teljast því með samsvarandi hætti sérlega alvarleg. Í öðru lagi er dómurinn sérlega vandaður og vel ígrundaður, svo sem ég nefndi áðan. Í þriðja lagi má ekki vanmeta þá staðreynd að hér hefur þetta stóra mál verið leitt til efnislegrar niðurstöðu. Ég vil skýra þetta síðasta atriði örlítið nánar. Dómsforsendurnar greina glögglega hvernig þess hefur verið freistað af hálfu ákærðu að leita allra ráða til að standa í vegi fyrir því að leyst verði efnislega úr þeim brotum sem þeim var gefið að sök að hafa framið. Út frá sjónarhóli ákærðu er það vissulega skiljanlegt og réttarríkið þarf vissulega að gæta þess að sakaðir menn fái haldið uppi réttmætum vörnum,“ segir Arnar Þór.

Arnar Þór Jónsson.
Arnar Þór Jónsson.

Standi undir meginverkefninu

Hann heldur áfram: „Að þessu sögðu skiptir ekki minna máli fyrir hagsmuni réttarríkisins að réttarkerfið geti staðið undir því meginverkefni sem því er ætlað, þ.e. að dómstólar leysi efnislega úr lagalegum ágreiningi þannig að bundinn sé endi á þrætuna. Ef dómstólar standa ekki undir þessu hlutverki þá getur það valdið margháttuðum skaða. Við getum horft margar aldir aftur í tímann þessu til staðfestingar. Nefna má Njálssögu til dæmis. Megingagnrýni höfundar Njálu á lögin og réttarkerfi þess tíma er að þau nái ekki utan um stærstu mál samtímans, sem fyrir vikið koðna niður í karp um tæknileg smáatriði. Dómur Hæstaréttar [í fyrradag] varðar með sanni eitt stærsta málið sem komið hefur upp í kjölfar bankahrunsins. Það er því mjög mikilvægt að fengist hafi efnisleg niðurstaða í málið. Það skiptir máli fyrir réttarkerfið í heild. Þetta hefur verið þolraun fyrir íslenska réttarkerfið sem ég tel að það hafi staðist.

Að lokum vil ég bæta því við að ég tel að Hæstiréttur Íslands hafi með dómi sínum í gær lyft spegli að ásjónu lögmannsstéttarinnar og ég tel að lögmenn geti ekki vikið sér undan því að horfa vel og lengi í þann spegil í þeim tilgangi að svara því gagnvart sjálfum sér og öðrum fyrir hvað þeir standa og hvað hugtakið ,,góðir lögmannshættir“ felur í reynd í sér,“ segir Arnar Þór.

Jókst eftir Baugsmálið

Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur verjendur sakborninga í hrunmálum hafa gengið langt í málsvörn sinni. Sú framganga hafi færst í vöxt eftir að Baugsmálið komst í hámæli.

„Mér finnst sem eftir hrun hafi jafnvel bestu lögmenn, sem hafa alla virðingu manns, gengið ansi langt í sínum störfum fyrir menn sem hafa verið hafðir fyrir sök í þessum hrunsmálum,“ segir Hrafn.

Hrafn Bragason.
Hrafn Bragason.

Rifjaði Hrafn þá upp að þegar hann var dómari í Hæstarétti hafi Hafskipsmálið verið í algleymingi. Þá hafi borið á þeirri skoðun meðal lögmanna að lögfræðingar í málinu hafi gengið langt. Slík umræða hafi aftur komið upp í tengslum við Baugsmálið.

„Eftir hrunið og upp úr þessu Baugsmáli hefur þetta orðið algengara – og ég byggi þetta á engu nema tilfinningu – að menn hafi gengið dálítið langt í þessum stóru málum,“ segir Hrafn og nefnir tilraunir til að fá málum frestað, ellegar málsástæður fyrir frávísunarkröfum.

Hann telur aðspurður að slík framganga lögmanna sé ekki til framdráttar fyrir þjóðfélagið.

„Framganga af þessum toga er ekki gagnleg í hinu stóra samhengi. Ef lögmenn fara almennt að koma fram eins og upplýsingafulltrúar – og þetta fer að verða föst rútína fyrir þá sem er verið að verja – að þá held ég að gagnvart almenningi sé þetta ofurlítið erfitt. Hverju á almenningur sem er ekki inni í málum að trúa? Margir gera engan mun á lögmönnum og dómurum. Maður sér líka á skoðanakönnunum að tortryggni gætir gagnvart dómstólunum, sem ég held að sé engin ástæða til. Ég hef aldrei séð það gerast fyrir félaga mína [í dómarastétt] að þeir séu ekki að leggja sig fram fyrir dómstólana og komast að réttri niðurstöðu. Ég á því bágt með að átta mig á þessum viðhorfum og hvers vegna fólk virðist ekki treysta dómstólum. Traustið á þá virðist á niðurleið, samkvæmt skoðanakönnunum,“ segir Hrafn.

Megi aldrei villa fyrir um

Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir félagið og Lögmannafélag Íslands hafa fjallað um ýmis atriði sem lúta að störfum verjenda undanfarin ár. „Það hefur komið fram gagnrýni í röðum lögmanna á málsmeðferð fyrir dómstólum. Dómarar taka þessa gagnrýni alvarlega.

Þótt skipuðum verjanda beri að sjálfsögðu að gæta hagsmuna skjólstæðingsins til hins ýtrasta má það aldrei verða til þess að lögmaður taki þátt í að villa um fyrir dómstólum, eða að tefja fyrir greiðri málsmeðferð. Það er ein af skyldum lögmanna að stuðla að greiðri og góðri málsmeðferð, meðal annars í sakamálum. Það að tefja fyrir dómstólum við að leysa efnislega úr málum samrýmist ekki góðum lögmannsháttum. Ég get ekki lagt mat á það hvort um það var að ræða í þessu máli [Kaupþingsmálinu]. En auðvitað lá fyrir í því máli að tveir lögmenn voru sektaðir með vísan til þess að þeir hefðu tafið fyrir meðferð málsins,“ segir Skúli.

Skúli Magnússon.
Skúli Magnússon.

Ótvírætt fordæmisgildi dóms

• Lektor bendir á umboðssvikaákvæði Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, telur dóminn hafa ótvírætt fordæmisgildi.

„Það er mikilvægt að hafa í huga að allir dómar sem reyna með einhverjum hætti á umboðssvikaákvæðið kunna að vera mikilvægt fordæmi. Í umboðssvikaákvæðinu er að finna mjög sveigjanlega verknaðarlýsingu sem nær betur en önnur ákvæði hegningarlaga yfir það oft flókna viðskiptaferli sem liggur að baki efnahagsbrotum. Það er merkilegt hvað sagt er um athafnaskyldu stjórnenda bankans með hliðsjón af til að mynda umboðssvikaákvæðinu. Sigurður Einarsson er t.a.m. í raun dæmdur á grundvelli athafnaleysis,“ segir Jón Þór.

Horft til fjártjónshættu

„Annað sem er merkilegt er greining á því hver er aðalmaður í broti og hver er hlutdeildarmaður í broti. Síðan er beiting tilslökunarreglunnar, þ.e. sú lögfræðilega aðferðafræði að sakfella á grundvelli verulegrar fjártjónshættu, ávallt athygliverð frá refsiréttarlegu sjónarhorni. Það hafa mjög fáir dómar gengið um markaðsmisnotkun. Þar af leiðandi hlýtur niðurstaða Hæstaréttar varðandi túlkun á markaðsmisnotkunarákvæðinu að vera fordæmisgefandi að þessu leyti,“ segir Jón Þór.

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Í gær, 19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

Í gær, 19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

Í gær, 19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

Í gær, 19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

Í gær, 19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

Í gær, 18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

Í gær, 18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

Í gær, 17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

Í gær, 17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

Í gær, 18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

Í gær, 17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

Í gær, 17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
Til sölu Ford Escape jeppi
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Nýr og óupptekinn Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
BOKIN.IS 13 600 bækur til sölu ÞÚ INNSKÁIR ÞIG OG BYRJAR AÐ VERLSA BÆKUR BOKIN.IS ÚTVEGUM BÆKUR
ÞÚ INNSKRÁIR ÞIG OG BYRJAR AÐ VERLSA BÆKUR - snögg og lipur þjonusta og ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...