Slæmir vegir skemma bíla

Skortur á viðhaldi og slæm tíð að undanförnu hefur leitt af sér óvenju slæmt ástand vega á höfuðborgarsvæðinu. Stórar, djúpar holur er að finna víða sem hafa valdið tjónum á bílum og dregið úr umferðaröryggi. Veghaldarar geta í vissum tilfellum verið bótaskyldir en sönnunarbyrðin er sterk.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri, segir að töluvert vanti upp á að fólk geri sér grein fyrir rétti sínum í slíkum tilvikum en segir mikilvægt að taka myndir af aðstæðum og kalla til lögreglu lendi fólk í óhappi sem rekja má til ástands vega. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru veghaldarar og Runólfur segir dæmi um að fólk hafi sótt bætur vegna slíkra óhappa.

Slæm tíð að undanförnu hefur haft mjög slæm áhrif á vegina þar sem miklar leysingar hafa fylgt kuldaköstum en að sögn Runólfs er ástandið sýnu verst í Reykjavík. Í myndskeiðinu má sjá nokkur dæmi um slæmt ástand vega í Mosfellsbæ og Reykjavík, t.d. holu skammt frá bensínstöð Skeljungs á Höfða þar sem jeppi sprengdi tvö dekk í vikunni við það að keyra yfir hana. 

mbl.is mun fjalla meira um málið á næstu dögum og óskar eftir ábendingum um tjón eða slys af þessum völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert