Úthverfafólk vantar málsvara í borginni

Brosmildur barnahópur í Austurbergi á heimleið eftir skemmtilegan dag í …
Brosmildur barnahópur í Austurbergi á heimleið eftir skemmtilegan dag í Hólabrekkuskóla í Breiðholti. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fólk sem býr í úthverfum Reykjavíkur vantar málsvara. Þetta segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi í samtali við Morgunblaðið í tengslum við umfjöllun um Breiðholtshverfi í greinaflokknum „Heimsókn á höfuðborgarsvæðið“ í blaðinu í dag.

Einnig er rætt við Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa sem segir að aðhald almennings, ábendingar um hvað betur megi fara og óskir um að gengið verði í mál séu fulltrúum í borgarstjórn mikilvægar.

Meðal annars efnis er viðtal við sundlaugavörð hverfisins sem lætur fjúka í kviðlingum, og sagt er frá nýjum frjálsíþróttavelli ÍR í Suður-Mjódd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert