Fölsuð matvæli í tonnavís

Hald var lagt á þúsundir tonna af fölsuðum matvælum og …
Hald var lagt á þúsundir tonna af fölsuðum matvælum og drykkjarföngum Europol

Lögregla hefur lagt hald á þúsundir tonna af fölsuðum matvælum og drykkjum í 47 ríkjum í sameiginlegri aðgerð Interpol og Europol. Meðal annars tóku íslensk yfirvöld þátt í aðgerðunum.

Aðgerðin, sem nefnist, Opson IV, stóð yfir í desember og janúar og var lagt hald á yfir 2.500 tonn af eftirlíkingum og fölsuðum matvælum, þar á meðal  mozzarella ost, jarðarber, egg, matarolíu og þurrkuð matvæli.

Lögregla, tollverðir, starfsmenn matvælaeftirlita ofl tóku þátt í aðgerðunum í verslunum, mörkuðum, flugvöllum, höfnum og iðnaðarhúsnæði.

Má nefna að ítalskir embættismenn lögðu hald á 31 tonn af sjávarfangi sem var selt sem ferskt en hafði verið fryst og síðan fyllt af aukaefnum, svo sem sítrónusýru, fosfati o.fl. svo það liti út fyrir að vera ferskt. 

Í Suður-Súdan var ólöglegri vatnsverksmiðju lokað og í Egyptalandi var lagt hald á smjör eftirlíkingu og te eftirlíkingu. Af þeim tæplega 275 þúsund lítrum af drykkjum sem hald var lagt á úti um allan heim var falsað áfengi algengast. Til að mynda var verksmiðju sem framleiddi vodkaeftirlíkingar lokað í Bretlandi.

Ríkin sem tóku þátt í Opson IV: Austurríki, Belgía, Benín, Hvíta-Rússland, Botsvana, Búlgaría, Búrúndí, Kólumbía, Fílabeinsströndin, Króatía, Tékkland, Danmörk, Ekvador, Egyptaland, Erítrea, Eistland, Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Kenía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Holland, Noregur, Paragvæ, Perú, Filippseyjar, Portúgal, Rúmenía, Rúanda, Suður-Kórea, Suður-Súdan, Spánn, Sviss, S'udan, Tansanía, Taíland, Tyrkland, Úganda, Bretland, Bandaríkin og Víetnam.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert