Bíða ekki eftir Rögnunefnd

Samþykkt var að veita framkvæmdaleyfi við Hlíðarenda.
Samþykkt var að veita framkvæmdaleyfi við Hlíðarenda. mbl.is//Ómar Óskarsson

Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti að hefja undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi sem lauk seint í gærkvöldi.

Á fundinum setti Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, fram þá tillögu að þess verði beðið að Rögnunefnd klári álit sitt um það hvort loka beri minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, svokallaðri neyðarbraut, áður en framkvæmdir hefjist.

Meirihlutinn hafnaði tillögunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að einungis sé um að ræða framkvæmdaveg utan fluglínu og hann trufli ekki umrædda flugbraut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert