Ber að taka atburðinn alvarlega

Bresk orrustuþota fylgist með rússneskri sprengjuflugvél af gerðinni Tupolev 95.
Bresk orrustuþota fylgist með rússneskri sprengjuflugvél af gerðinni Tupolev 95. Ljósmynd/Breska varnarmálaráðuneytið

„Þessi atburður er í takti við það sem menn hafa orðið varir við víða í NATO-ríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, eins og Finnlandi og Svíþjóð. Þennan atburð ber að taka alvarlega og hann kallar á aukinn viðbúnað innan NATO.“

Þetta segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, í Morgunblaðinu í dag um flug rússnesku sprengjuflugvélanna í grennd við Ísland.

Birgir segir að það sé greinilegt að rússneski herinn sé að gera meira vart við sig, heldur en við eigum að venjast. „Það getur verið vegna þess að Rússar vilji sýna mátt sinn,“ segir Birgir, en tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO (Atlantshafsbandalagsins) í nágrenni Íslands upp úr hádegi í fyrradag. Vélarnar voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi þegar þær voru sem næst Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert