Röng forgangsröðun veghaldara?

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir slæmt ástand vega sem borgin sér um að reka ekki vera afleiðingu rangrar forgangsröðunnar á undanförnum árum. Rekja megi það til veikari fjárhagsstöðu, hann vill að stærri hlutur bensín- og bifreiðagjalda sé nýttur til viðhalds og uppbyggingar vega á höfuðborgarsvæðinu

Fyrir helgi hafði borist 61 tilkynning um tjón vegna holóttra vega frá áramótum til Sjóvá sem tryggir stærstu veghaldara á höfuðborgarsvæðinu: Vegagerðina, Hafnarfjarðabæ og Reykjvíkurborg. Í dag hafði þeim fjölgað um 13 og eru tilkynningarnar orðnar 74 en þremur hefur verið vísað til úrskurðarnefndar.

mbl.is ræddi við Dag um ástand vega í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert