Fundnir heilir á húfi

mbl.is/Ómar

Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. Voru það sleðamenn frá björgunarsveitum sem fundu þá rétt norðan við þann punkt sem SPOT tæki mannanna sendi, eða við Urðarvötn. Snjóbíll er nú á leið á staðinn að sækja mennina og mun hann flytja þá til byggða.

Lítið sem ekkert fjarskiptasamband er á svæðinu og því eru á þessari stundu ekki komnar upplýsingar um hvað amaði að mönnunum og varð til þess að þeir sendu neyðarboð.

Verið er að kalla allar bjargir til baka en búið var að kalla út sveitir úr Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum og voru um 80 manns við leit þegar mennirnir fundust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert