Sjá engin merki um ferðamennina

mbl.is/Eggert

Leit að ferðamönnum sem sendu frá sér neyðarboði á Norðurlandi fyrr í kvöld hefur enn engan árangur borið. Fyrstu hópar björgunarmanna eru komnir á þann stað er talið var að mennirnir væru en sjá engin merki um þá.

Hátt í 80 björgunarsveitarmenn víðsvegar af Norðurlandi taka nú þátt í björgunaraðgerðinni samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Neyðarboðin voru send frá Urðarvötnum á Vatnahjalla og tók það björgunarfólk nokkurn tíma að komast á staðinn en mikið óveður er á svæðinu og lélegt fjarskiptasamband þar að auki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert