Lögbýlisréttur verði felldur niður í þéttbýli

Langt er síðan búskapur var stundaður á Álafossi.
Langt er síðan búskapur var stundaður á Álafossi. mbl.is/Brynjar Gauti

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar undirbýr kröfu til atvinnuvegaráðuneytisins um að fella niður lögbýlisrétt á eignarlandi bæjarins í þéttbýli.

Í öðrum tilvikum hefur verið ákveðið að leita eftir sjónarmiðum rétthafa, svo sem landeigenda og ábúenda til hins sama.

Mosfellsbær er gamalt sveitasamfélag en hluti þess hefur breyst smám saman í þéttbýli. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, að við skoðun embættismanna hafi komið í ljós að enn teldust gamlar bújarðir lögbýli þótt íbúðarhúsin stæðu ein eftir við húsagötur, eins og hver önnur hús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert