Með brotnar rúður og fullir af snjó

Jepplingur frá Hertz snjóugur að innan. Ferðamenn hafa skilið bíla …
Jepplingur frá Hertz snjóugur að innan. Ferðamenn hafa skilið bíla eftir, fasta í snjósköflum. Ljósmynd/Hertz

Ótíðin í vetur hefur haft áhrif á ferðir erlendra ökumanna á bílaleigubílum líkt og aðra ökumenn í umferðinni.

Dæmi eru um að ferðamenn hafa orðið að skilja bílana eftir, fasta í snjósköflum, í miðjum sandstormi og með brotnar rúður. Þá hafa bílarnir fyllst af snjó og verið sandblásnir og hægara sagt en gert að hreinsa þá.

Einna versta veðurskotið í vetur kom sl. sunnudag en þá lentu erlendir ferðamenn í hrakningum á Sólheimasandi; í hávaðaroki, sandbyl og skafrenningi. Samkvæmt upplýsingum frá bílaleigunni Hertz skemmdust þrír bílar á þeirra vegum; einn fór út af veginum og í tveimur brotnuðu rúður. Bílar frá Bílaleigunni Höldi fengu einnig að kenna á veðurhamnum á Sólheimasandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert