Með þrjá hnífa og hafnarboltakylfu

Lögreglan hafði í nægu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi …
Lögreglan hafði í nægu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í nótt sem var með þrjá hnífa á sér og hafnarboltakylfu. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku en vopnlaus.

Um níu leytið í gærkvöldi handtók lögreglan þrjá vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

 
Einn var fluttur á slysadeild eftir líkamsárás í nótt en hann var með stóran skurð á enni. Fjórir voru handteknir í tengslum við árásina og gista þeir allir fangaklefa. Þeir verða yfirheyrðir  síðar í dag.

Tveir ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna voru stöðvaðir í umferðinni í nótt og eins einn sem reyndist undir áhrifum áfengis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert