„Meiri slagkraftur í okkur saman“

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við ætlum nú að vinna saman og mynda kröfugerðina í sameiningu,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.

Félagið er eitt þeirra sem tekið hafa höndum saman með öðrum landssamböndum og félögum iðnaðarmanna í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA).

„Við teljum að það verði meiri slagkraftur í okkur saman,“ segir Hilmar í Morgunblaðinu í dag um samstarfið og bætir við að áherslur félaganna séu svipaðar. Einnig verði rætt í þessum hópi hvernig kröfum þeirra verði best fylgt eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert