Óveður á Vestfjörðum í dag

Ekkert ferðaveður verður á Vestfjörðum í dag og ekki fyrr …
Ekkert ferðaveður verður á Vestfjörðum í dag og ekki fyrr en síðdegis á Snæfellsnesi.

Spáð er sterkum vindstreng á Vestfjarðakjálkanum í dag og líklega nær hann inn á Snæfellsnes einnig, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir hríðarveðri á Vestfjörðum.

Ekkert ferðaveður verður því þar í dag og ekki fyrr en síðdegis á Snæfellsnesi. Gert var ráð fyrir að veðrið gengi niður á Vestfjörðum í kvöld.

Bakvakt var hjá snjóflóðaeftirliti Veðurstofunnar í nótt og fylgst grannt með ástandi mála. Vitað var að töluverð snjóflóðahætta var til fjalla á norðanverðum Vestfjörðum. Í gærkvöld var ekki talin vera snjóflóðahætta í byggð á norðanverðum Vestfjörðum.

Súðavíkurhlíð var lokuð í nótt vegna snjóflóðahættu. Meta átti stöðuna þar nú í morgun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert