Óvissa með atkvæðagreiðslu

Mikil leynd hvílir yfir viðskiptum sem áttu sér stað með …
Mikil leynd hvílir yfir viðskiptum sem áttu sér stað með kröfur á hendur Icebank nú í janúar því engin framsöl hafa verið lögð fram sem staðfesta þau. mbl.is/Árni Sæberg

Forsvarsmenn Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) leggja nú allt kapp á að ná sátt við slitastjórn SPB í tengslum við ágreining um uppgjör krafna sem aðilarnir hafa gert á hendur hvor öðrum, áður en dómstólar taka við úrlausn málsins hinn 15. apríl næstkomandi.

Í kjölfar þess að slitastjórnin hafnaði sáttaboði ESÍ í byrjun febrúar hefur ESÍ lagt fram annað sáttaboð sem talið er nokkuð hagstæðara en hið fyrra.

Slitastjórnin hefur tekið ákvörðun um að hafna ekki tilboðinu beint eins og raunin varð með fyrra boð, en hefur þess í stað ákveðið að boða til fundar með kröfuhöfum. Þar verða að öllum líkindum greidd atkvæði um sáttaboðið frá ESÍ, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert