Ríflega sjö þúsund tóku þátt

Af vef Reykjavíkurborgar

Alls auðkenndu sig 7.103 til þátttöku í rafrænu íbúakosningunum Betri hverfi 2015 sem er 7,3% og hækkar úr 5,7% árið 2014 þegar fjöldi þátttakenda var 5.272. Þátttaka meðal kvenna á aldrinum 36 – 40 ára var áberandi mest í kosningunum samkvæmt tölfræði sem Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman eða 14%.

Gild atkvæði voru 6.496 eða 91,5% þeirra sem auðkenndu sig. Það er 23,2% aukning frá því í fyrra.

Kosningaþátttaka eftir hverfum

Þátttaka var mest í Grafarholti og Úlfarsárdal en þar var hún 9,1% en næstmest í Vesturbæ, Hlíðum og Laugardal en í þessum hverfum tóku 8% þátt. Minnst var kosningaþátttakan í Breiðholti þar sem 5,7% tóku þátt.

Alls voru 107 hugmyndir að verkefnum í hverfum borgarinnar kosnar. Sum verkefnin eru smá og kosta lítið en önnur stærri og kostnaðarsamari. Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að framkvæma kosin verkefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert