Umræðan þarf að vera opin

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nauðsynlegt sé að opinská umræða fari fram í þjóðfélaginu um það mat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra að hryðjuverkaógn hafi aukist hér á landi og að hættustig vegna hryðjuverkaárása hafi verið fært upp um eitt stig í nýju hættumati og sé nú í meðallagi.

Ólöf sagði í gær að ekki væri tímabært að tjá sig efnislega um tillögur Ríkislögreglustjóra um að hugað verði að lagasetningu um auknar rannsóknarheimildir lögreglu vegna rannsókna brota er beinast gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórn.

„Mér finnst eðlilegt, eftir að þessi skýrsla greiningardeildar er komin fram, að við ræðum efnisatriði hennar og tillögur opinskátt. Það er mikilvægt að við getum rætt með opnum huga öryggismál landsins og þær heimildir sem lögreglan þarf að hafa til þess að viðhalda öryggi hér í landinu,“ segir Ólöf m.a. í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert