Flest listaverkin eru í geymslum

Kjarvalsverkunum í geymslurýminu er haganlega fyrir komið og þau skráð …
Kjarvalsverkunum í geymslurýminu er haganlega fyrir komið og þau skráð og mynduð eins og áhugasamir sjá á vef Listasafns Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Lögmál borgarísjakans gildir um verk listmálarans Jóhannesar Kjarvals sem varðveitt eru í Listasafni Reykjavíkur við Klambratún.

Aðeins lítill hluti þeirra er sýnilegur; flest verkin, stór og smá, eru í geymslum í kjallara hússins.

Fjallað er um Kjarvalsstaði og rætt við umsjónarmann verkanna þar í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í Morgunblaðinu í dag. Einnig er sagt frá öflugu starfi íþróttafélagsins Vals á Hlíðarenda og nýrri Bónusverslun í hverfinu, svo nokkuð sé nefnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert