Óskar eftir meiri tíma

Davíð Þór Björgvinsson.
Davíð Þór Björgvinsson. mbl.is/RAx

Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar-og Geirfinnsmálinu, hefur óskað eftir lengri fresti til að meta gögn málsins vegna beiðni um endurupptöku. Upphaflega stóð til að skila niðurstöðu í janúar sl. en frestur var veittur til 1. mars.

Þetta kemur fram á vef RÚV. 

Haft er eftir Birni L. Bergssyni, formanni endurupptökunefndar, að ekki væri búið  að taka málið fyrir, það yrði gert eftir helgi, en að öllum líkindum yrði orðið við beiðni Davíðs Þórs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert