Ekið á barn og stungið af

Drengurinn var að koma úr strætó þegar ökumaður fólksbíls ók …
Drengurinn var að koma úr strætó þegar ökumaður fólksbíls ók á hann en stakk af. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ekið var á tólf ára dreng um níuleytið í gærkvöldi og stakk ökumaður af af vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Drengurinn kvaðst hafa komið úr strætó og gengið göngustíg frá Miklubraut er liggur að Stigahlíð/Bogahlíð. Þar hafi hann verið á leið yfir gatnamótin er fólksbíll ók á hann þannig að hann kastaðist í götuna.

Hann kvaðst hafa tognað á vinstri ökkla og svo hefði hann meitt sig einnig í hægri mjöðm. Móðir drengsins ætlaði að fara með hann á slysadeild til aðhlynningar en ökumaðurinn kannaði ekki með ástand drengsins heldur lét sig hverfa af vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert