Grágæsin Díana á vængjum frægðarinnar

Grágæsin Díana var merkt á Út-Héraði sumarið 2014.
Grágæsin Díana var merkt á Út-Héraði sumarið 2014. Ljósmynd/Arnór Þórir Sigfússon

Frægð íslensku grágæsarinnar Díönu fékk byr undir báða vængi þegar myndskreytt grein um hana birtist í febrúarhefti Birdwatch, víðlesins bresks tímarits um fuglaskoðun.

Þar er fjallað um merkilegt rannsóknarverkefni varðandi ferðir villtra gæsa sem verpa á Íslandi. Dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, hefur stýrt verkefninu af Íslands hálfu í samvinnu við Náttúrustofu Austurlands og Wildfowl and Wetlands Trust (WWT) í Bretlandi.

Díana fékk staðsetningartæki og sendi á Úthéraði í ágúst 2014. Tækið skráir staðsetningu a.m.k. einu sinni á sólarhring og sendir skráningarnar með SMS-boðum þegar tækið nær sambandi við farsímanet, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert