Rafræn Reykjavík komin í lag

Umsóknir um frístundaheimili og frístundaklúbba í Rafrænni Reykjavík eru komnar í lag samkvæmt frétt á vefsíðu borgarinnar. Bilun kom upp í kerfinu í morgun og var tímasetningin heldur óheppileg en á sama tíma var opnað fyrir skráningu barna í grunnskóla næsta vetur og á frístundaheimili.

„Vegna mikillar umferðar um Rafræna Reykjavík var kerfið talsvert hægara en venjulega og foreldrar sem voru að sækja um frístundaheimili/frístundaklúbba fyrir skólaárið 2015-2016 fengu villumeldingu. Nú hefur tekist að gera við kerfið og Rafræn Reykjavík því komin í lag. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem af þessu hafa hlotist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert