Rafræn Reykjavík liggur niðri

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Ómar

Umsóknarkerfi Reykjavíkurborgar, Rafræn Reykjavík, liggur nú niðri og er búið að gera það síðan í morgun. 

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að bilun hafi komið upp í kerfinu en unnið sé að viðgerð. 

Óhætt er að segja að bilunin komi á slæmum tíma, en í morgun átti að opna fyrir skráningu í frístundaheimili borgarinnar fyrir næsta vetur. Hafa margir foreldrar eflaust þurft að eyða miklum tíma fyrir framan tölvuna í morgun án árangurs.

Ekki náðist í fulltrúa Reykjavíkurborgar við gerð þessarar fréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert