Vilja að aldraðir fái umboðsmann

Sex þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að félags- og húsnæðismálaráðherra verði falið að leggja fyrir lok þessa árs fram á Alþingi frumvarp til laga um embætti umboðsmanns aldraðra. Hliðstæðar tillögur hafa verið lagðar fram áður á þingi en ekki verið afgreiddar.

„Tillaga þessi gerir ráð fyrir að komið verði á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Hlutverk hans verði að gæta réttinda og hagsmuna aldraðra. Það geri hann m.a. með því að leiðbeina öldruðum um réttindi sín og bregðast við telji hann að brotið sé gegn þeim, gera tillögur um úrbætur á réttarreglum er varða aldraða og hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra,“ segir í greinargerð með tillögunni.

Fyrsti flutningsmaður er Karl Garðarsson en með honum standa að tillögunni þau Elsa Lára Arnardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Þórunn Egilsdóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert