„Þetta er mjög, mjög raunverulegt“

Gríndávaldurinn og Íslandsvinurin Sailesh er nýkominn hingað til lands, en hann mun halda tvær sýningar í Austurbæ um helgina. Sailesh hefur haldið fjölda sýninga hér á landi í gegnum árin, þar sem hann dáleiðir gesti og fær þá til að gera ýmsa furðulega og jafnvel vandræðalega hluti fyrir framan fullan sal af fólki.

Sailesh lagði leið sína í Háskólann í Reykjavík í dag þar sem hann dáleiddi nemendur við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá reyndi hann jafnframt að dáleiða blaðamann mbl.is við heldur minni fögnuð. Ljóst er þó að um mikla skemmtun er að ræða, sem kitlar hláturtaugar áhorfenda og er sjón sögu ríkari.

Sýningarnar fara fram í Austurbæ nk. föstudag og laugardag klukkan 20.00. Hægt er að nálgast miða á midi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert