Hékk út úr bíl á fleygiferð í flughálku

Lögreglan hefði betur verið við hraðaeftirlit í Öxnadal.
Lögreglan hefði betur verið við hraðaeftirlit í Öxnadal. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég hef aldrei upplifað svona lagað í umferðinni áður og það við þessar aðstæður,“ segir María Gréta Ólafsdóttir sem var ásamt dóttur sinni og fleirum á ferð um Öxnadal um helgina.

Þær urðu vitni að glæfralegri hegðun og akstri fólks á lágum fólksbíl eða einhvers konar sportbíl. Á veginum var glansandi hálka eftir að sólin hafði náð að varpa geislum sínum á ísilagðan þjóðveginn.

„Mér varð litið í hliðarspegilinn mín megin og sá bíl koma á fleygiferð á öfugum vegarhelmingi og ætlaði sér greinilega að fara fram úr öðrum bílum. Fyrst fannst mér eins og svartur ruslapoki væri flaksandi utan á bílnum, eins og hann hefði klemmst í hurðinni, en síðan sá ég að þetta var maður hangandi hálfur út úr bílnum og var að banka á bílana sem var verið að fara fram úr. Við sáum hann gera þetta við tvo bíla. Þegar bíllinn fór fram úr okkur var maðurinn að draga sig inn í hann,“ segir María í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert