Kennarar hittu ráðherra

Framhaldsskólakennarar á baráttufundi.
Framhaldsskólakennarar á baráttufundi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Samninganefnd Félags framhaldsskólakennara (FF) kemur saman til fundar á morgun.

Þar verður farið yfir stöðu mála eftir að meirihluti félagsmanna felldi vinnumat sem var hluti af kjarasamningi félagsins.

„Það er alveg ljóst að við þurfum að kortleggja mjög vandlega hvað varð til þess að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði felldi vinnumatið,“ sagði Guðríður Arnardóttir, formaður FF. „Við þurfum að vinna okkur út úr þessari stöðu. Lengra er málið ekki komið.“

Fulltrúar framhaldsskólakennara áttu fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra í hádeginu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert