Vonskuveðrið á leiðinni „í beinni“

Skjáskot af Nullschool.net

Vonskuveður er á leiðinni upp að suðvesturströnd Íslands samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og verður komið þangað á hádegi á morgun. Veðrið mun síðan í kjölfarið ganga yfir landið. Eins og sakir standa er vonskuveðrið statt austur af Nýfundnalandi og er hægt að fylgjast með því „í beinni“ á vefnum www.nullschool.net.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður ekki um að ræða ofsaveður eins og gengið hefur yfir landið nokkrum sinnum í vetur. Lægðin fer á milli Íslands og Grænlands á morgun og skil frá henni leiða af sér storm og snjókomu hér á landi til að byrja með en síðan slyddu eða rigningu. Fyrir neðan má sjá gervitunglamynd af lægðinni sem tekin var klukkan tíu í morgun. Lægðin er hvíta svæðið vinstra megin.

Sjá veðurvef mbl.is

Frétt mbl.is: Vonskuveður á leiðinni

Ljósmynd/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert